Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2015 08:01

Mótmæla harðlega uppsögnum ræstingafólks í FVA

Starfsmenn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi áttu í gær fund þar sem samþykkt var samhljóða ályktun þar sem mótmælt er harðlega uppsögnum sjö starfsmanna við ræstingar. 26 starfsmenn sátu fundinn. Orðrétt er ályktun fundarins eftirfarandi:

 

„Fundur starfsmanna Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haldinn þriðjudaginn 12. maí 2015 mótmælir harðlega uppsögnum 7 starfsmanna sem starfa við ræstingar í skólanum og skorar á skólameistara að draga uppsagnirnar til baka. Ekki hefur verið sýnt fram á að nokkuð sparist með breyttu fyrirkomulagi við ræstingar. Þvert á móti má víða finna dæmi um hið gagnstæða þegar öll kurl eru komin til grafar.

Fráleitt er að gera starfsfólk í ræstingum ábyrgt fyrir þeim halla sem orðið hefur á rekstri stofnunarinnar á undanförnum árum. Hér er byrjað á öfugum enda. Skólameistarar eiga að snúa sér að ríkisvaldinu og krefjast þess að það veiti skólunum fé í samræmi við fjárþörf. Mikil er ábyrgð þeirra sem um véla. Í FVA er ekki bruðlað með neitt, þar er engin óráðsía. Rekstarhalli skólans er fyrst og fremst til orðinn vegna þess að skólinn fær ekki nóg fjármagn til að greiða umsamin laun og borga húsaleigu.

Talsvert var skorið niður í ræstingum eftir hrun. Ekki var ráðið í stöður sem losnuðu, sem þýddi auknar byrðar á þá sem eftir voru. Nóg komið af slíku.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is