Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2015 10:01

Knattspyrnusumarið fer vel af stað hjá Skallagrímsmönnum

Meistaraflokkur karla í Skallagrími vann á dögunum stórsigur á liði Stokkseyrar í Borgunarbikarnum, 11-0. Næst mætir Skallagrímur BÍ/Bolungarvík í sömu keppni á Torfnesvelli 19. maí næstkomandi. Lið Skallagríms var lagt niður árið 2012 en tók svo aftur þátt árið 2013 og í fyrra. Það leikur nú í B-riðli fjórðu deildar Íslandsmótsins í sumar líkt og síðasta sumar og fyrsti leikur liðsins verður gegn Afríku á Leiknisvelli 22. maí.

 

„Stefnan er að fara upp og spila í þriðju deild á næsta ári og við vonumst eftir að gera einhvern usla í bikarnum,“ sagði Hrannar Leifsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms, í samtali við Skessuhorn. „Við réðum nýjan þjálfara, Sigurð Þóri Þorsteinsson. Það var gríðarlega metnaðarfull ráðning að okkar hálfu, hann er margreyndur í boltanum, er formaður Knattspyrnu-þjálfarafélags Íslands og hefur áður þjálfað til dæmis Aftureldingu, Breiðablik, ÍR og Fylki, bæði yngri og eldri flokka.“

Leikmannahópur Skallagríms telur um 25 leikmenn sem verður að teljast nokkuð stór hópur, miðað við önnur lið í fjórðu deildinni að minnsta kosti. „Við erum búnir að vera að safna liði í vetur og höfum fengið til okkar nokkra mjög öfluga leikmenn. Tvo höfum við fengið á láni frá Fram, unga stráka og svo fengum við tvo sem spiluðu með Grundarfirði í fyrra. Svo verða tveir Bretar með liðinu í sumar. Markvörðurinn sem spilaði hér í fyrra og svo annar, ungur leikmaður sem kemur úr unglingaakademíu Blackburn,“ segir Hrannar.

Aðspurður um kvennalið Skallagríms segir Hrannar að meistaraflokkslið kvenna taki ekki þátt í Íslandsmótinu í sumar. „Ekki að það sé ekki vilji fyrir því hjá félaginu, þvert á móti. Við vildum helst geta sent kvennalið til keppni en það hefur ekki fengist nægilegur mannskapur til að það sé hægt, því miður,“ bætir hann við.

 

Leikmannakynning í kvöld

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. maí, verður leikmannakynning í Edduveröld í Borgarnesi þar sem leikmenn og þjálfarar verða kynntir og farið verður yfir helstu áherslur fyrir komandi sumar. Að því loknu verður fótboltaspurningakeppni fyrir gesti. „Það mættu um hundrað manns á leikinn gegn Stokkseyringum. Við grilluðum svo pylsur ofan í alla í hálfleik í boði Nettó. Það verður eitthvað slíkt í boði á öllum leikjum í sumar. Það er mikil stemning í bænum fyrir komandi keppnistímabil og það sést til dæmis á yngri flokka starfinu. Þeir tóku dálítið við sér í vetur. Iðkendafjöldi tvöfaldaðist frá mars 2014 til mars 2015 og við reiknum með að þeim haldi áfram að fjölga út sumarið, sérstaklega í ljósi þess að við verðum með fótboltaskóla fimm daga vikunnar í allt sumar,“ segir Hrannar. „Ég vonast svo auðvitað til að sjá sem flesta á vellinum í sumar,“ bætir hann við að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is