Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2015 11:15

Opnuviðtal við konuna sem beislar sólarorkuna

Terry Jester er tveggja barna móðir frá Bandaríkjunum sem kemur úr hópi frumkvöðla heimsins innan þróunar á notkun sólarorku til raforkuframleiðslu. Reynsla hennar í þeim iðnaði spannar 36 ár. Hún er kona sem hefur barist til metorða á eigin forsendum. Í dag stýrir Terry fyrirtæki sem ætlað er að muni geta valdið byltingarkenndum breytingum í framleiðslu á ódýrum sólarhlöðum sem allir ættu að hafa efni á að eignast. Lykillinn að því er að reist verði verksmiðja á Grundartanga sem á að valda þáttaskilum í framleiðslu á hreinum kísilmálmi sem er uppistaðan í sólarhlöðunum sem safna orku úr geislum sólar. Fjárfestingin hljóðar upp á 120 milljarða króna og fyrirtækið mun skapa um 450 föst störf. Í ítarlegu viðtali í Skessuhorni sem kom út í dag lýsir Terry Jester bakgrunni sínum og nýrri einkaleyfavarinni framleiðsluaðferð Silicor Materials sem bæði er miklu ódýrari og mengunarlaus samanborið við eldri aðferðir. Kynnist konunni sem stýrir fyrirtækinu sem gæti orðið eitt það stærsta á Íslandi innan fárra ára.

 

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is