Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2015 08:01

Nýr Breiðfirðingur kemur út í ritstjórn Svavars

„Stjórn Breiðfirðingafélagsins hafði samband við mig á síðasta ári og bað mig að taka þetta að mér. Ég féllst á það og nú er ritið komið út og fæst í öllum vönduðum bókabúðum,“ sagði Svavar Gestsson, ritstjóri Breiðfirðings, þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann í bókabúð Eymundsson á Akranesi í síðustu viku. Tímaritið hafði fyrir þann tíma legið í dvala síðan 2009, en þar áður komið út óslitið frá því árið 1942. Síðasta haust, að frumkvæði Breiðfirðingafélagsins, var ákveðið að hefja útgáfu að nýju og 63. árgangur kom úr prentun á dögunum.

 

 

„Ritið er tæpar 200 blaðsíður, efnismikið og skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hluti samanstendur af efni frá byggðarlögunum. Lesendur munu reka augun í að Tálknafjörður er þar með talinn. Ástæðan er sú að Vesturbyggð teygir sig norður fyrir Tálknafjörð og þess vegna er Tálknafjörður með í ritinu,“ sagði Svavar. „Annar hluti er sagnfræðihluti ritsins. Þar skrifa átta sagnfræðingar um Breiðafjörðinn. Það tengist verkefni sem unnið var við Háskóla Íslands um sögu Breiðafjarðar og Sverrir Jakobsson stjórnar,“ bætti hann við.

 

Hverju riti er valið eitt kjarnabyggðarlag og í ár er það Stykkishólmur. Um bæinn er fjallað í þriðja hluta tímaritsins. Fjórði og síðasti hluti Breiðfirðings samanstendur svo af alls kyns efni víðsvegar af svæðinu. „Þar er meðal annars umfjöllun um ástarbréf Steins Steinarrs, sem hann skrifaði til Þórhildar Hafliðadóttur Snæland árið 1931,“ sagði Svavar.

 

„Ritið var kynnt í Breiðfirðingabúð um síðustu helgi þar sem haldið var lítið útgáfuhóf. Við munum halda áfram og Breiðfirðingur kemur aftur út að ári,“ sagði Svavar að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is