Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2015 06:01

Þrjúhundruð þúsund í Hollvinasjóð til heiðurs Þóri Páli

Þórir Páll Guðjónsson hefur verið farsæll kennari á Bifröst um langt árabil ásamt því að vera öflugur leiðtogi Hollvinasamtaka Bifrastar. Þórir Páll varð sjötugur 26. apríl síðastliðinn og bauð til veglegrar veislu sem haldin var í hátíðarsalnum á Bifröst. Þórir Páll afþakkaði allar afmælisgjafir og því brá samstarfsfólk ásamt stjórn Hollvinasamtakanna á það ráð að hefja söfnun honum til heiðurs og var afmælisbarninu afhent gjöf í hans nafni til Hollvinasjóðs Bifrastar að upphæð 300.000 krónur. Hlutverk sjóðsins er m.a. að styðja við nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á upphaflega skólahúsnæðinu á Bifröst.

 

 

Fjölmargir fyrrum nemendur og starfsmenn Háskólans á Bifröst tóku þátt í gjöfinni enda hefur Þórir Páll verið vinsæll kennari og traustur samstarfsfélagi á Bifröst í um þrjá áratugi. Gjöfin kom Þóri Páli gjörsamlega á óvart en það voru þær Geirlaug Jóhannsdóttir og Maj Britt Hjördís Briem sem afhentu hana fyrir hönd samstarfsfólks og stjórnar Hollvinasamtakanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is