Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2015 02:01

Soffía II í Jómfrúarferð í Reykholt eftir endursmíði

Hin aldna en andlitslyfta hópferðabifreið, Soffía II, fór í Jómfrúarferð sína síðastliðinn laugardag eftir að bíllinn hafði á síðasta hálfu öðru ári farið í gegnum gagngera endursmíði. Soffía II var smíðuð á Bifreiðaverkstæði Guðmundar Kjerúlf í Reykholti í upphafi sjöunda áratugar liðinnar aldar á grind úr Bedford árg. 1940. Soffíuna áttu lengst af og ráku Guðmundur Kjerúlf og Guðni Sigurjónsson, en þeir eru báðir látnir. Elínborg Kristinsdóttir ekkja Guðna á Soffíu II í dag en bíllinn var undir það síðasta orðinn illa farin, ekki síst eftir að hafa staðið í nokkur ár á geymslusvæði í Straumsvík. Elínborg beitti sér fyrir söfnun til að fjármagna endursmíðina og hjólin tóku að snúast af krafti þegar húsnæði fékkst til smíðinnar hjá Alefli byggingaverktökum í Mosfellsbæ. Einn af eigendum Aleflis er Arnar Guðnason sonur Elínborgar. Skessuhorn hefur nokkrum sinnum sagt frá þessu óvenjulega verkefni. Nú eru liðnir 18 mánuðir frá því vinnan við endursmíðina hófst og síðastliðinn laugardag var búið að aka bílnum í Borgarnes til þátttöku í bílasýningu með skoðun án athugasemda til 2016.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is