Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2015 08:52

Venus lagður af stað heim

Venus NS, hið nýja uppsjávarveiðiskip HB Granda, er lagður af stað í siglinguna heim til Íslands frá skipasmíðastöðinni í Tyrklandi.

 

Skipið hélt frá stöðinni í gær en hún er innst í Marmarahafi rétt sunnan við höfuðborgina Istanbul. Í gær sigldi Venus vestur Marmarahafið og fór svo um Hellusund í morgun. Í dag hefur skipið síðan siglt yfir Eyjahaf og nálgast nú suðurodda Grikklands. Eftir það tekur sjálft Miðjarðarhafið við.

 

Siglingin gengur eftir öllum sólarmerkjum að dæma afar vel. Á vefnum marinetrffic.com má lesa að skipið heldur tæplega 16 hnúta hraða. Skipstjóri á Venusi er Guðlaugur Jónsson sem til þessa hefur verið með Ingunni AK. Áætlað er að heimsiglingin taki 12 daga og verður haldið til Vopnafjarðar. Þangað ætti skipið að ná um hvítasunnuna.

 

Með því að smella hér má sjá myndband á Facebook-síðu Celiktrans-skipasmíðastöðvarinnar af Venusi á siglingu.

 

   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is