Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2015 09:00

Golfsumarið að hefjast hjá Leyni

Garðavöllur á Akranesi kemur vel undan vetri og var opnað inn á sumarflatirnar um liðna helgi. Mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa völlinn sem best fyrir Íslandsmótið í golfi sem fer fram á Akranesi 23.-26. júlí. Golfklúbburinn Leynir fagnar hálfrar aldar afmæli á þessu ári og verður Íslandsmótið hápunkturinn í fjölbreyttri dagskrá afmælisársins. Mótahald er nú þegar farið af stað, þrátt fyrir að vorið hafi aðeins látið standa á sér. Fyrsta golfmót ársins var haldið samhliða leik ÍA gegn Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í Pepsideild karla. Það tókst vel til, ræst var út á öllum teigum samtímis og um 80 kylfingar léku 18 holur áður en þeir héldu á völlinn.

 

 

Einar Lyng Hjaltason, PGA golfkennari, stýrir golfkennslu Leynis annað árið í röð. Hann er einnig íþróttastjóri Leynis og skipuleggur allt barna- og unglingstarf klúbbsins. Æfingar hafa staðið yfir í allan vetur í nýrri aðstöðu sem sett var upp í nýrri vélageymslu klúbbsins. Það eru margir stórir viðburðir á dagskrá hjá keppnisfólki af yngri kynslóðinni en fyrsta mótið á Íslandsbankamótaröðinni verður á Garðavelli 22.-24. maí þar sem að allir bestu kylfingar landsins 18 ára og yngri etja kappi.

 

Í fyrrasumar var boðið upp á golfnámskeið fyrir börn á aldrinum sex til tíu ára. Námskeiðin fengu góðar viðtökur og því verður boðið upp á slík námskeið aftur nú í sumar.

„Áherslan verður á golftengda og almenna leiki og skemmtilegt golfnámskeið þar sem krakkarnir öðlast færni sem gerir þau að betri kylfingum. Kennt verður á æfingasvæði GL og litla Garðavellinum sem er 6 holu par 3 völlur,” segir Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. „Námskeiðin standa yfir í fimm daga í senn og byrja þau kl. 9 og standa fram til hádegis. Þetta tókst ljómandi vel til í fyrra og við hlökkum til að taka á móti krökkunum í sumar.”

Þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði stóð einmitt yfir námskeið fyrir nemendur Grundaskóla á Akranesi. Guðmundur sagði golfklúbbinn hafa boðið upp á slík námskeið áður og einnig fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands, þá í tengslum við opna daga. Þau hafi reyndar verið haldin innandyra, enda opnir dagar iðulega nálægt mánaðamótum febrúar og mars.

 

Guðmundur bætti því við að gríðarlega öflugur hópur sjálfboðaliða hafi unnið þrekvirki í mörgum verkefnum í vetur og vor. Þar má nefna að mokað hafi verið upp úr skurðum í kringum völlinn og árangur af þeirri vinnu væri mjög sýnilegur þar sem að tekist hafi að þurrka upp mjög blaut svæði á vellinum. Nýtt salerni er komið upp við sjöttu flötina og eykur það þjónustustigið við gesti vallarins mikið. „Við erum heppnir að eiga góða að og án sjálfboðaliðastarfsins væri ekki hægt að gera alla þessa hluti. Það er meðbyr í starfinu og spennandi golfsumar framundan á afmælisári.”

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is