Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2015 04:35

Segir hafa kvarnast úr samstöðu - deilur í verkalýðshreyfingunni

„Við höfum gagnrýnt þau vinnubrögð að einstök félög séu að ganga til samninga við einstök fyrirtæki. Það hefur auðvitað sín áhrif á samstöðuna þegar það kvarnast alltaf úr þessum hópi sem ætlar að standa við boðuð verkföll með því að einstaka verkalýðsfélög séu að semja við fyrirtæki,“ segir Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands (Stétt Vest). Hún telur að með þessu hafi bitið verið sargað úr verkfallsvopni landsbyggðarfélaganna. Þessa gagnrýni mátti meðal annars lesa hér á vef Skessuhorns í síðustu viku og svo nú í blaði vikunnar (sjá hér).

 

Það vakti mikla athygli þegar Stétt Vest ákvað á þriðjudag að draga samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandi Íslands. Í frétt sem fylgir á heimasíðu félagsins og birt var þann dag segir meðal annars: "Samninganefnd Stétt Vest, sem er skipuð Trúnaðarráði og trúnaðarmönnum á vinnustöðum, hefur staðið órofin á bak við skoðun formannsins. Kjarabarátta er langhlaup, sem stendur yfir í áratugi og hundruð ára og á ekki að byggjast á tækifæristilboðum sem koma mönnum undan verkföllum."

 

Nú í morgun tilkynnti Stéttarfélag Vesturlands þetta svo með bréfi til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara. Jafnframt var boðuðum verkföllum félagsins 19. og 20. maí frestað til 2. og 3. júní. Um svipað leyti kom svo tilkynnig frá Starfsgreinasambandinu um að fyrirhuguðu verkfalli tíu þúsund félagsmanna innan stéttarfélaga Starfsgreinasambands Íslands hefði einnig verið frestað frá þessum dögum um eina viku að telja. Þau eiga í staðinn að verða 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 28. maí hefur verið frestað til 6. júní. Þetta segja talsmenn Starfsgreinasambandið að sé gert til að liðka fyrir samningum.

 

Líklega mun Stétt Vest leita samvinnu við Flóabandalagið og Landssamband verslunarmanna í framhaldi af þessu.

 

„Það er áhrifameira að vera með aðgerðir á sama tíma og félögin á höfuðborgarsviðinu. Við notum því aðra daga en félög sem hafa sitt umboð hjá Starfsgreinasambandinu. Nú greiða verslunarmenn í okkar félagi atkvæði um hvort fara eigi í verkfall 2. og 3. júní. StéttVest er með 110 verslunarmenn af um 350 félögum alls í sínum röðum. Slíkt verkfall gæti orðið ansi víðtækt á Vesturlandi. Við erum svo búin að boða allsherjarverkfall 6. júní sem yrði þá jafnt hjá öllum í okkar hópi,“ segir Signý Jóhannesdóttir.

 

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA)hefur vísað ásökunum Signýjar um að hann og fleiri standi fyrir því að eyðileggja samstöðu verkafólks alfarið á bug. Það gerir hann með harðorðum hætti í Skessuhorni vikunnar þar sem hann sakar Signýju og formann ASÍ um að standa fyrir samræmdri láglaunastefnu á Íslandi (sjá hér).

 

Í dag birtist svo pistill Vilhjálms á heimasíðu VLFA þar sem hann ítrekar orð sín í Skessuhorni undir fyrirsögninni "Samstaða SGS órjúfanleg". Þann pistil má lesa með því að smella hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is