Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2015 04:00

Vilhjálmur vísar ávirðingum alfarið á bug

„Þetta eru fáránlega vitlausar fullyrðingar. Þegar fyrirtæki koma hingað og bjóða okkur að spyrja hvað þurfi til svo komast megi hjá verkfallsátökum þá segjum við stutt og laggott að þau verði að ganga að okkar kröfum. Fyrirtækin vilja fá að vita hverjar þær eru og fá svör við þeim spurningum. Þau samþykkja þær, eða ekki. Aðalmálið er að það eru öll aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins að gera svona samninga. Af einhverjum ástæður ákveður Signý Jóhannesdóttir hins vegar að átelja Verkalýðsfélag Akraness fyrir þetta sérstaklega,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðfélags Akraness aðspurður um ávirðingar Signýjar á hendur honum. (Sjá með því að smella hér.)

 

Vilhjálmur segist reyndar aldrei hafa verið sammála Signýju Jóhannesdóttur í kjarabaráttu. „Hún hefur í gegnum tíðina viljað fara leið samræmdrar láglaunastefnu. Hefði ég hlustað á hana og hennar félag í gegnum árin þá væru laun stóriðjustarfsmanna á Grundartangasvæðinu 500 til 700 þúsund krónum lægri heldur en þau eru í dag. Fólkið hefði orðið af milljónum króna. Ég bara brosi af athugasemdum hennar í minn garð frá formanni Stéttarfélags Vesturlands. Það er nöturlegt að þurfa að vera að eyða tíma í að svara svona tali á meðan aðalmál okkar nú og sem við eigum að einbeita okkur að, er að bæta kjör fólksins okkar. Það hefur okkur tekist og þetta skiptir máli.“

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hafnar því einnig að hann með framferði sínu í samningamálum taki þátt í því að „skilja lægst launaða fólkið eftir í skítnum.“ „Aðra eins vitleysu hef ég aldrei heyrt á minni ævi. Fylgist Signý Jóhannesdóttir ekki með fréttum? Verkalýðsfélag Akraness gekk hér á dögunum frá bónussamningi við HB Granda þar sem laun fiskvinnslufólks hækkuðu um allt að 51 þúsund krónur. Níutíu prósent af þeim sem þar eru undir eru konur. Ef að Signý Jóhannesdóttir mun ná slíkum samningum til handa sínum konum á sínu félagssvæði þá skal ég fara með stóran blómvönd og færa henni.“

 

Vilhjálmur Birgisson segir engan bilbug að finna á sér í yfirstandandi kjaradeilum. „Nei, nei. Ekki til í dæminu. Við erum í bullandi baráttu áfram. En ég ítreka enn, ef fyrirtæki kemur og segir við okkur að það gangi að okkar kröfum, þá er það algerlega ábyrgðarlaust hjá forystumanni stéttarfélags að hafna slíkum hækkunum en kjósa frekar að halda fólkinu áfram í verkfalli. Ég sé þó að það eru tveir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og gagnrýna að hér sé verið að ná fram kjarasamningum fyrir verkafólk þar sem gengið er til fullnustu að okkar kröfum. Það er Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands og Signý Jóhannesdóttir fyrrverandi varaforseti ASÍ og núverandi formaður Stéttarfélags Vesturlands. Bæði eru talsmenn samræmdrar láglaunastefnu. Ég tek ekki þátt í henni,“ segir hann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is