Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2015 06:29

ÍA - Víkingur R. í beinni

Komiði sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Akranesvelli þar sem ÍA tekur á móti Víkingi Reykjavík í öðrum heimaleik Íslandsmóts karla í knattspyrnu kl. 19:15 í dag. Lýsingin verður hér að neðan og fréttin verður uppfærð eftir atvikum á meðan leik stendur.

 

 

Lesendum er bent á að nauðsynlegt er að ýta á "refresh" hnappinn í vafranum því fréttin uppfærir sig ekki sjálfkrafa.

Leik lokið! Lokatölur 1-1 á Akranesvelli í leik sem varð fjörugri eftir því sem leið á.

 

90. mín. Víkingar komast inn fyrir vörn Skagamanna, Árni Snær kemur út úr markinu og skotið framhjá.

 

90. mín. Mark dæmt af Víkingum eftir að brotið var á Árna Snæ í marki Skagamanna.

 

90. mín. Igor Taskevic fær boltann fyrir framan vítateig Skagamanna og lætur vaða af 25 metrum. Beint upp í hornið. Innkast.

 

89. mín. Gult spjald. Arnar Már fær gult spjald fyrir hættuspark. Þetta er fyrsta gula spjald leiksins.

 

88. mín. Skipting. Skagamenn gera sína síðustu breytingu. Hallur Flosason kemur inn á í stað Jóns Vilhelms Ákasonar.

 

87. mín. Víkingar fá aukaspyrnu við vítateigshorn Skagamanna hægra megin. Ívar Örn tekur spyrnuna, reynir að skrúfa boltann í fjær en framhjá.

 

85. mín. Agnar Darri SVerrisson fær sendingu inn fyrir vörn Skagamanna en Árni Snær ver meistaralega einn á móti einum. Lokaði algerlega á Agnar.

 

82. mínúta. Arnar Már vinnur boltann vel, kemur honum á Garðar sem klobbar varnarmann en Víkingar bjarga áður en hann kemur skoti að marki.

 

77. mín. Skipting. Ármann Smári fer af velli en hann meiddist lítillega áðan. Gylfi Veigar Gylfason kemur inn á í hans stað í hjarta varnarinnar.

 

75. mín. Varnarmaður Víkings skallar til baka á markvörð. Engu má muna að Jón VIlhelm takist að komast í milli en Víkingar sleppa með skrekkinn.

 

73. mín. Víkingar bjarga eftur á línu eftir skot af stuttu færi.

 

72. mín. Skipting. Víkingar gera sína þriðju og síðustu skiptingu. Andri Rúnar Bjarnason kemur inn á í stað. Rolfs Toft.

 

71. mín. Skagamenn liggja aðeins á Víkingum núna en tekst ekki að koma skoti að marki.

 

67. mín. Skipting. Skagamenn gera breytingu. Teitur Pétursson kemur af velli og inn á í hans stað kemur Darren Lough.

 

66. mín. Arsenij á stórhættulega fyrirgjöf sem varnarmenn Víkings bjarga í horn áður en Garðar kemst til boltans.

 

64. mín. Skagamenn komast upp kantinn, senda boltann fyrir. Markvörðurinn slær til boltans sem berst til Arsenij en Víkingar bjarga á línu.

 

62. mín. Skipting. Víkingar gera aðra breytingu á liði sínu. Af velli fer Dofri Snorrason, inn á í hans stað kemur heimamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson.

 

57. mín. Igor Taskovic liggur eftir að Arsenij virðist slá til hans. Víkingsstuðningsmenn kalla eftir rauðu spjaldi. Stuðningsmenn ÍA bjóðast til að hringja á sjúkrabíl. Guðmundur tekur mark á hvorugu og ræsir leikinn bara aftur eftir að Igor fékk aðhlynningu.

 

56. mín. Garðar sendir inn fyrir á Arsenij sem er kominn í dauðafæri en markvörður Víkings ver.

 

55. mín. Jón Vilhelm lét bara vaða en markvörður Víkings vel með á nótunum og grípur skotið.

 

54. mín. Brotið á Alberti Hafsteins rétt utan vítateigs nálægt endalínu. Guðmundur dregur upp raksápubrúsann og spreyjar völlinn. Jón Vilhelm stendur yfir boltanum.

 

52. mín. Ásgeir Marteinsson sendir góða fyrirgjöf frá vinstri sem finnur samherja en skallinn rétt framhjá markinu.

 

50. mín. Ívar Örn Jónsson tekur hornspyrnu fyrir Víkinga. Hún ratar á koll Milosar Zivkovicen skalli hans framhjá markinu.

 

48. mín. Ásgeir Marteinsson sprettir upp vinstri kantinn, Skagamenn eru 2 á 2 en hann er of lengi að athafna sig og sending hans finnur ekki samherja.

 

46. mín. Flautan gellur, síðari hálfleikur er hafinn.

 

Liðin eru mætt á völlinn, Guðmundur leggur boltann á miðjuna og leikurinn getur hafist að nýju.

 

Háfleikur. Leikurinn fór rólega af stað en hefur orðið meira fjörlegri eftir því sem líður á. Ekki mikið sem skilur á milli liðanna en Víkingar heilt yfir örlítið sterkari í fyrri hálfleik. Staðan er 1-1, nokkuð sanngjarnt bara.

 

42. mín. MARK! Garðar Gunnlaugsson jafnar metin með laglegu skoti í nærhornið. Boltinn féll fyrir hann eftir sendingu Jóns Vilhelms frá hægri og Garðar smellti honum í hornið. Staðan er 1-1.

 

38. mín. Skagamenn leika laglega upp vinstri kantinn. Boltinn

berst til Garðars í teignum sem leggur hann fyrir Arsenij en hann missir hann aðeins of lagnt frá sér. Denis Cardaklija í marki Víkings kastar sér á boltann áður en Arsenij kemur skoti að marki.

 

37. mín. Skipting. Víkingar gera breytingu á liði sínu. Haukur Baldvinsson fer af velli og inn á í hans stað kemur Agnar Darri Sverrisson.

 

32. mín. Það er skammt stórra högga á milli. Eftir skyndisókn Víkingsmanna berst boltinn á Ívar Örn Jónsson sem tekur viðstöðulaust skot sem smellur í þverslá Skagamanna.

 

31. mín. Jón Vilhelm tekur spyrnuna, hún er góð og glæsilegt skot hans smellurí þverslánni.

 

31. mín. Skagamenn fá aukaspyrnu rétt utan vítateigs Víkinga. Guðmundur dómari blæðir í spreyið góða.

 

29. mín. Enn eru Víkingar beittari fram á við. Rolf Toft fær boltann en dæmdur rangstæður.

 

25. mín. Rolf Toft tekur við boltanum í teig Skagamanna, snýr sér laglega og nær skoti en rétt framhjá. Staðan er enn 0-1 fyrir Víkingi R.

 

22. mín. Dofri Snorrason sendir stórhættulega sendingu fyrir mark Skagamanna. Enginn snertir boltann og hann læðist rétt framhjá stönginni.

 

20. mín. Garðar skallar boltann fyrir fætur Arsenij Buinickij við vítateigsjaðarinn en skot hans laflaust og framhjá.

 

17. mín. Mark! Haukur Baldvinsson fær knottinn í vítateig

Skagamanna og skot hans hrekkur af Ármanni Smára og í netið. 0-1, Víkingi í vil.

 

15. mín. Árni Snær í kröppum dansi í markinu. Löng sending sem hann tekur á móti á endalínu, boltinn hleypur aðeins frá honum en hann nær að kasta sér á hann áður en leikmaður Víkings nær til hans.

 

11. mín. Hornspyrnan finnur koll Ármanns smára en honum tekst ekki að skalla boltann á markið.

 

10.mín. Þórður Þorsteinn fær sendingu frá Arnari má upp í hægra hornið, sendir fyrir og Víkingar skalla boltann aftur fyrir endalínu.

 

8. mín. Víkingar vinna boltann á miðsvæðinu, senda hann innfyrir en Skagamenn bjarga í horn.

 

5. mín. Pape keyrir upp vinstri kantinn og kemur sendingu fyrir, Víkingar ná ekki skoti að marki, senda boltann fyrir aftur en Ármann skallar frá.

 

3. mín. Þetta fer hægt af stað. Liðin þreifa fyrir sér.

 

1. mín. Guðmundur dómari lætur loft leika um flautuna. Leikurinn er hafinn og það eru Skagamenn sem byrja með boltann.

 

Lúðrasveitin er mætt! Þetta er gaman að sjá, það verður stemning í stúkunni á eftir!

 

Í grasbalanum má sjá fjölmörg teppi. Í stúkunni er maður í kraftgalla. Fyrsta tromman er mætt á völlinn. Korter í leik.

 

Áhorfendur eru farnir að tínast á völlinn. 20 mín í leik og spennan magnast.

 

Fyrir leik: blaðamaður hefur fengið kaffi. Þetta fer vel af stað.

 

Aðstæður: Völlurinn lítur vel út en það er dálítill strekkingur og ekki beint heitt.

 

Dómari leiksins er Guðmundur Ársæll Guðmundsson.

 

 

Byrjunarlið ÍA er sem hér segir:

12. Árni Snær Ólafsson (m)

4. Arnór Snær Guðmundsson

5. Ármann Smári Björnsson

9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson

10. Jón Vilhelm Ákason

11. Arnar Már Guðjónsson

13. Arsenij Buinickij

15. Teitur Pétursson

16. Þórður Þorsteinn Þórðarson

18. Albert Hafsteinsson

23. Ásgeir Marteinsson

 

Byrjunarlið Víkings R. er sem hér segir:

12. Denis Cardaklija (m)

3. Ívar Örn Jónsson

4. Igor Taskovic

9. Haukur Baldvinsson

10. Rolf Glavind Toft

11. Dofri Snorrason

16. Milos Zivkovic

18. Stefán Þór Pálsson

20. Pape Mamadou Faye

22. Alan Alexander Lowing

27. Davíð Örn Atlason

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is