Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2015 10:24

Strandveiðar á A-svæði stöðvast á morgun

Strandveiðar frá norðanverðu Vesturlandi verða stöðvaðar nú á miðvikudaginn. Þetta er gert samkvæmt auglýsingu sem birt hefur verið á vef Fiskistofu. Síðasti dagur mánaðarins sem heimilt er að stunda strandveiðar á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, er þannig á morgun. Alls er leyfilegt að veiða 715 tonn af óslægðum bolfiski á þessu svæði á strandveiðum í mánuðinum og mun sá kvóti nú vera á þrotum. Samkvæmt vef Fiskistofu hafa 183 strandbátar alls landað 939 sinnum á svæði A það sem af er mánuðinum. Heildarafli þeirra er 552 tonn. Þannig eru 163 tonn eftir af kvótanum. Þess má vænta að þetta fiskist upp í dag og á morgun. Þónokkrir strandveiðibátar eru að veiðum frá höfnum á Snæfellsnesi í dag. Samkvæmt vef Landssambands smábátaeigenda þá er það Ella Kata SH frá Rifi sem er kominn með mestan strandveiðiafla allra báta á landinu frá upphafi vertíðar í byrjun þessa mánaðar. Báturinn fékk alls 5.871 kíló eftir sjö daga á veiðum. Skipstjóri á Ellu Kötu er Helgi Már Bjarnason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is