Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2015 06:01

Lundey komin á langlegudeildina

Uppsjávarveiðiskipinu Lundey NS var lagt um helgina í Akraneshöfn á sama stað og Víkingur AK lá síðustu misserin áður en því skipi var siglt til Danmerkur til niðurrifs. Í síðustu viku lauk Lundey væntanlega síðustu veiðiferð sinni undir merkjum HB Granda þegar skipið landaði um 1.500 tonnum af kolmunna á Vopnafirði. Eftir það lá leiðin suður og að bryggju á Akranesi þar sem skipið var bundið og áhöfnin afskráð.

HB Grandi á von á tveimur nýjum uppsjávarskipum frá skipasmíðastöð í Tyrklandi. Fyrra skipið sem heitir Venus NS er nú á leið þaðan til Vopnafjarðar og sigldi um Gíbraltarsund aðfararnótt mánudagsins.

 

Lundey á að baki langa og giftudrjúga sögu í íslenska fiskiskipaflotanum. Skipið kom upphaflega sem þýsk nýsmíði til landsins fyrir 55 árum og hét þá Narfi RE í eigu Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns. Narfi var togari til ársins 1978 að honum var breytt í nótaskip. Nokkru síðar var það selt til Hraðfrystistöðvar Eskifjarðar og skírt Jón Kjartansson SU. Það var endurbyggt 1998 og er í dag nánast óþekkjanlegt frá upprunalegu útliti. Seinna var nafninu svo breytt í Guðrúnu Þorkelsdóttur SU. Árið 2007 keypti HB Grandi skipið og fékk það þá nafnið Lundey NS 14. Ekki er vitað hvað verður um Lundey nú en skipið mun vera til sölu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is