Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2015 02:58

Menn sýni aðgæslu þegar lambfé fer út

Erna Ósk Guðnadóttir bóndi í Gufudal í Reykhólasveit mætti ömurlegri sjón á þjóðveginum í gær. Búið var að aka á bæði lömb einnar af tvílembunum á bænum. Þau lágu dauð á veginum og móðirin stóð hjá. „Mér finnst alltaf jafn ljótt að koma að svona! Þú sem keyrðir yfir lömbin mín og lést mig ekki vita ættir að skammast þín! Ég sem bóndi vil vera látin vita, ekki svo ég geti rukkað þig heldur til að fara á staðinn og fjarlægja lömbin. Svona aðkoma getur líka valdið slysi, þegar næsti bíll keyrir að og þarf að nauðhemla. Þú getur hringt og þarft ekki að segja til nafns. Eina sem þú þarft að gera er að láta vita“ Þannig skrifaði Erna Ósk á Facebook-síðu sína þar sem hún birtir myndirnar.

 

 

Nú fer í hönd sá tími þar sem ung lömb eru nýkomin út með mæðrum sínum. Því er fyllsta ástæða til að fara með gát og sýna dýrunum tillitssemi. „Það gerist á hverju sumri að ekið er á sauðfé hér. Í fyrrahaust heimtum við eina veturgamla kind sem hafði verið keyrt á. Hún var lifandi en slöpp og hafði greinilega þjáðst í töluvert langan tíma. Það var ekkert annað að gera en lóga henni strax. Svona fer þegar fólk lætur ekki einu sinni vita þegar það ekur á búfé en skilur það eftir sært og deyjandi,“ segir Erna Ósk í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is