Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2015 11:01

FIMA sótti gull á Egilsstaði

Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum var haldið á Egilsstöðum um síðustu helgi, 16.-17. maí. Mótið var fyrir fimmta til fyrsta flokk og alls tóku 53 lið frá 13 félögum þátt. Keppendur voru því um sexhundruð talsins og mótið með þeim fjölmennustu sem haldið er á vegum Fimleikasambands Íslands.

Fimleikafélag Akraness sendi lið til keppni í þriðja flokki stúlkna. Þriðji flokkur stúlkna samanstendur af keppendum 12-13 ára en vert er að nefna að fjórar þeirra sem kepptu með FIMA á mótinu eru aðeins 11 ára gamlar. Liðið féll úr A-deild á Íslandsmótinu í febrúar og keppti því í B-deild að þessu sinni og stóð uppi sem sigurvegari. „Stelpurnar stóðu sig með prýði og unnu B-deildina,“ sagði Brynjar Sigurðsson, annar þjálfara stúlknanna, í samtali við Skessuhorn og bætir því við að þær eigi framtíðina fyrir sér. „Þetta eru mjög efnilegar stúlkur og ég á von á að þær berjist við bestu liðin á komandi árum. Við vissum alltaf að þetta ár gæti orðið erfitt fyrir okkur vegna þess að stelpurnar eru nær allar á yngra ári í þriðja flokki og meira að segja eru fjórar að keppa upp fyrir sig. Sterkustu mótherjar þeirra eru flestir að minnsta kosti árinu eldri.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is