Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2015 10:01

Tekinn fimmtán sinnum próflaus

Flest mál sem koma til kasta lögregunnar á Vesturlandi í liðinni viku tengjast umferðinni á einn eða annan hátt. Á vegunum er lögreglan daglega með eftirlit með ökumönnum. „Eins og gengur þá þarf oftar að hafa afskipti af sumum ökumönnum en öðrum. Einn ökumaður sló þó trúlega met þegar hann var tekinn í 15. sinn fyrir að aka bifreið án ökuréttinda,“ segir í dagbók lögreglu. Umferðin í liðinni gekk mjög vel og ekki urðu nema þrjú umferðaróhöpp í öllu umdæminu. Öll án teljandi meiðsla enda allir í bílbeltum. Um var að ræða aftanákeyrslu í Hvalfirðinum og bílveltu á veginum við Hafnarfjall. Sá bíll valt eftir að hjólbarði sprakk. Fjórir ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn þeirra var þar að auki ölvaður.  Í tveimur bifreiðunum fundust kannabisefni og amfetamín sem talið var ætlað til einkanota. Barn datt úr barnavagni á sveitabæ í Hvalfjarðarsveit og hlaut höfuðmeiðsli. Var því komið undir læknishendur og heilsast vel, að sögn lögreglu. Á Snæfellsnesi var rætt við ökumann vegna barns sem var laust í bílnum hjá honum. Slíkt er orðið fátítt enda á öllum að standa til boða öryggisbúnaður. Lögregla vill að endingu benda á að tími sumdardekkjanna er runninn upp.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is