Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2015 08:01

Framundan eru gróðursetningarkvöld Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Skógræktarfélag Borgarfjarðar hefur verið starfandi síðan 1938. Á þeim 77 starfsárum hefur félagið staðið að gróðursetningu víðsvegar í skógarreiti sem félagið hefur til umráða. Þessir skógarrreitir eru t.d. Daníelslundur, Grafarkot, Grímsstaðarreitur, Holt og Reykholt. Í þessa reiti hefur almenningur aðgang til útivistar en einnig hefur töluvert verið selt af jólatrjám úr þessum reitum, oft í samvinnu við önnur félagasamtök í héraði. Lotan í jólatrjáarækt eins og hún er stunduð á Íslandi er um 15 ár. Það tekur þennan tíma frá gróðursetningu og þar til tréð er tilbúið til höggs. Það er því mjög mikilvægt að félagið gróðursetji árlega í sína reiti þannig að ekki skapist „gap“ í framleiðslu jólatrjáa. Þetta starf hefur í gegnum árin verið unnið af sjálfboðaliðum en aukin samkeppni um tíma fólks hefur haft það í för með sér að erfitt er að ná að framkvæma það sem þarf.

 

 

Nú liggur það fyrir að félagið mun gróðursetja um 10 þúsund plöntur á þessu ári í skógræktarsvæði í Reykholti í Reykholtsdal. Skógræktarfélagið leitar eftir stuðningi/hjálp til að gróðursetja með félögum í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar en áætluð vinnukvöld eru sem hér segir, miðvikudagana 27. maí, 3. júní og 10. júní.

Mætt verður í Reykholti við Höskuldargerði klukkan 19 og unnið í tvær klukkustundir. Skógræktarfélagið hefur bakkaplöntur tilbúnar til gróðursetningar af ýmsum tegundum svo sem birki, blágreni, lerki, sitkagreni, alaskaösp, ilmreyni og stafafuru. Gróðusetningarverkfæri verða tiltæk en einnig væri gott ef fólk á verkfæri að hafa þau með, gróðursett er með plöntustöfum eða svokölluðum geyspum.

 

Stjórn Skógræktarfélags Borgarfjarðar þakkar gott samstarf í áranna rás við alla héraðsbúa. Það yrði félaginu mikils virði ef þið sæjuð ykkur fært að koma til aðstoðar eitthvað kvöldið sem fyrirhugað er að gróðursetja í Reykholtsskógi.

 

Með bestu kveðjum,

F.h. Skógræktarfélags Borgarfjarðar,

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is