Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2015 01:29

Misjafnt gengi Vesturlandsliðanna í Borgunarbikarnum

Leiknir voru 14 leikir í Borgunarbikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Þar voru þrjú lið af Vesturlandi sem voru að spila; Kári, Víkingur og Skallagrímur. 

 

Víkingur Ó. mætti Haukum á Ólafsvíkurvelli en þessi lið mættust einmitt á sama stað í fyrsta leik fyrstu deildarinnar fyrr í sumar. Þá höfðu Víkingar sigur og það gerðu þeir aftur í gær, 2-1. Aðstæður voru ekki eins og best verður á kosið, sterkur vindur og völlurinn blautur. En leikurinn byrjaði fjörlega og Víkingar fengu vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu eftir að brotið var á Alfreð Má Hjaltalín. Egill Jónsson steig á punktinn og skaut föstu skoti úti við stöng en markvörður Hauka veðjaði á rétt horn og varði spyrnuna frábærlega.

 

 

Haukar komust yfir á 12. mínútu eftir skyndisókn sem endaði með því að Alexander Helgason skoraði framhjá Cristian Liberato í marki Víkings. Heimamenn náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik með vindinn í bakið en gekk betur á móti vindi í þeim síðari, héldu boltanum niðri og spiluðu sín á milli. Á 52. mínútu fengu þeir sitt annað víti í leiknum þegar boltinn fór í hönd varnarmanns Hauka. Að þessu sinni tók William Dominguez da Silva spyrnuna. Hann var svellkaldur, hikaði í síðustu skrefunum, sendi markvörðinn í öfugt horn og jafnaði leika. Eftir jöfnunarmarkið þjörmuðu Víkingar að Haukum svo að lokum varð eitthvað undan að láta. Á 66. mínútu átti Guðmundur Reynir Gunnarsson skot að marki sem Marcos Campos Gimenez stýrði í markið og kom Víkingum yfir.

 

Haukar hresstust aðeins í kjölfar marksins en það varði þó stutt. Víkingar björguðu á línu eftir horn og Liberato varði næstu marktilraun gestanna. Síðustu mínútur leiksins hefðu heimamenn getað aukið muninn þegar Kenan Turudija fékk dauðafæri eftir undirbúning Alfreðs Más en markvörður Hauka varði skot hans yfir. Lokatölur 2-1, Víkingi í vil.

 

Framlenging hjá Káramönnum

Leikmenn þriðju deildarliðs Kára mættu nýstofnuðu liði Arnarins á gervigrasinu í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi. Leikurinn fór fjörlega af stað. Kwami Santos kom Erninum yfir strax á annarri mínútu en Salvar Georgsson jafnaði fyrir Kára eftir kortersleik. Það varði stutt því Ingvar Gylfason skoraði og kom Erninum í 2-1 aðeins fjórum mínútum síðar. Mikil barátta einkenndi leikinn og á tímabili leit út fyrir að Káramenn þyrftu að lúta í gras. En þeir gáfust ekki upp og Óliver Bergmann Jónsson jafnaði metin í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann gerði sér síðan lítið fyrir og skoraði sitt annað mark á 98. mínútu og sitt það þriðja á 101. Fleiri mörk voru ekki skoruð á gervigrasinu í Kórnum og Káramenn fóru því með sigur af hólmi í miklum baráttuleik.

 

Skallagrímur lá fyrir BÍ/Bolungarvík

Borgnesingar fóru vestur á firði og sóttu BÍ/Bolungarvík heim á Torfnesvöll í gær. Sameinað lið BÍ/Bolungarvíkur leikur í fyrstu deild en Skallagrímsmenn í þeirri fjórðu og því ljóst að á brattann yrði að sækja hjá Borgnesingum. Þeir lentu undir á 22. mínútu með marki Nikulásar Jónssonar. Sigurgeir Sveinn Gíslason bætti svo öðru marki við tíu mínútum síðar og staðan orðin 2-0 fyrir heimamönnum í BÍ/Bolungarvík. Þá var komið að þætti Rodchil Junior Prevalus. Hann skoraði fyrsta mark sitt á 34. mínútu og bætti öðru við á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Hann tók síðan upp þráðinn þar sem hann skildi hann eftir og skoraði sitt þriðja mark þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hann kórónaði svo leik sinn með því að skora fjórða marki sitt á 80. mínútu og tryggði heimamönnum í BÍ/Bolungarvík öruggan 6-0 sigur. Skallagrímsmenn eru því fallnir úr leik í bikarnum þetta árið.

 

Dregið á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 21. maí, kemur í ljós hverjir mótherjar Víkings Ó. og Kára verða í næstu umferð þegar dregið verður 32 liða úrslit Borgunarbikars karla og þá er úrvalsdeildarliðunum bætt í pottinn. Það sama verður uppi á teningnum á morgun þegar dregið verður í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna. Þá kemur í ljós hverjum Skagakonur mæta en eins og Skessuhorn greindi frá sigruðu þær Fjölni í annarri umferð bikarsins á mánudaginn var.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is