Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2015 09:01

Framkvæmdir fyrir hvalvertíð ganga vel í Hvalfirði

Verkum miðar vel við að undirbúa hvalvertíð sumarsins í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Þar hefur stór hópur iðnaðar- og verkamanna starfað í allan vetur við endurbætur og nýbyggingar á húsakosti. Nýtt hús fyrir kjötvinnslu er risið á vinnusvæði hvalstöðvarinnar. Þar verður stunduð pökkun og frysting á hvalkjöti á komandi vertíð en hvalskurði hefur nú verið hætt á Akranesi. Sú vinnsla verður í staðinn stunduð í Hvalfirði. Einnig er búið að reisa nýtt hús með góðri búningsaðstöðu fyrir hvalskurðarmenn á plani. Sömuleiðis eru menn komnir vel á veg með að stækka gistirými fyrir hvalskurðarmenn í búðum Hvals hf. í braggahverfinu á Miðsandi, eins og nýverið var sagt frá í Skessuhorni. Það reyndist nauðsynlegt þar sem ljóst er að starfsmönnum í hvalstöðinni mun fjölga nokkuð nú þegar skurður og snyrting á hvalkjöti hefur færst inn í Hvalfjörð. Um leið og þetta gerist þá eru hvalbátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 teknir í slipp í Reykjavík. Það er því ljóst að hvalvertíð er undirbúin af kappi þó að hugsanleg verkföll í lok maí gætu sett þar strik í reikninginn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is