20. maí. 2015 03:01
Hildur Sigurðardóttir körfuboltakona úr Snæfelli var kjörinn íþróttamaður HSH um síðustu helgi. Íþróttamenn ársins voru kynntir í íþróttahúsinu í Ólafsvík en HSH hélt á sama tíma frjálsíþróttamót sitt þar. Auk þess voru aðrir íþróttamenn heiðraðir. Íþróttamaður HSH er kjörinn af stjórn HSH og formönnum aðildarfélaga sambandsins. Auk íþróttamanna er sú hefð að heiðra þá sem eru að vinna að stjórnunar- og þjálfarastörfum hjá aðildarfélögum HSH. Þetta árið fengu þær Kristín Halla Haraldsdóttir og Björg Ágústsdóttir afhentan Vinnuþjark HSH. Viðurkenninguna fá þær fyrir störf í þágu frjálsra íþrótta bæði heima í héraði og fyrir SamVest sem er samstarf sjö íþróttasambanda á Vesturlandi og Vestfjörðum í frjálsum íþróttum.
Nánar í Skessuhorni vikunnar.