Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2015 02:42

Fiskmarkaðinum bjargað á Akranesi

Fiskmarkaður Íslands (FÍ) mun hafa opið áfram á Akranesi. Hætta var á að markaðurinn myndi loka nú á vormánuðum vegna veiks rekstrargrundvallar sem stafar af því hve lítið af fiski er selt í gegnum hann á ársgrundvelli. Nú hafa viðræður milli FÍ, Faxaflóahafna og Akraneskaupstaðar skilað samkomulagi um að áfram verði opið á Akranesi. Undanfarin ár hafa það einkum verið minni bátar sem hafa landað afla sínum til sölu á markaðnum þar. Útgerðarmenn þeirra hafa sagt að lokun fiskmarkaðar á Akranesi yrði rothögg á þá bátaútgerð sem enn er stunduð í bænum.

 

 

Deila starfskrafti

Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands, segir að sú niðurstaða sem nú liggi fyrir sé tvíþætt. „Þetta felst annars vegar í samkomulagi milli Fiskmarkaðarins og Faxaflóahafna um samnýtingu bæði á húsnæði og starfskrafti. Starfmaðurinn á markaðnum mun sinna verkefnum við Akraneshöfn samhliða því að sinna honum. Það kemur oft dauður tími í rekstri markaðarins þegar lítill afli berst á land svo þetta hentar vel,“ segir Páll. Fiskmarkaður Íslands mun nú á næstu dögum auglýsa eftir starfsmanni til starfa við markaðinn á Akranesi og sinna verkefnum fyrir Faxaflóahafnir.

 

Fiskmarkaður Íslands, Faxaflóahafnir og Akraneskaupstaður eru einnig sammála um að horfa í sameiningu til þess hvernig efla megi starfsemi markaðarins til framtíðar. „Það er ekki búið að ákveða nákvæmlega hvernig sú samvinna verður útfærð. Það sem við þurfum þó örugglega að gera er að funda með ýmsum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta svo sem útgerðum smábáta og sýna þeim svart á hvítu hvernig staðan er. Það er ljóst að fiskmarkaðurinn ber sig ekki nema hann fái til sín fisk til að selja. Sjómenn og útgerðarmenn verða að spila með okkur og við þurfum að hvetja þá til þess. Við munum gera þessa tilraun nú í einhverja mánuði og sjá síðan hvernig reynist. Ég er annars mjög ánægður með viðbrögð aðila í þessu máli. Það á bæði við um stjórnendur Faxaflóahafna en einnig bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar á Akranesi.“

 

Aðspurður segir Páll að úrlausn á málefnum fiskmarkaðarins í Stykkishólmi sé styttra á veg komin og því lítið af því máli að frétta sem stendur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is