Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2015 02:58

Kjósverjar gera athugasemdir við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur samþykkt ályktun vegna umfjöllunar að tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hafi á fundi sínum 21. mars 2014 kynnt tillögu um nýju svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.  Svæðisskipulagið, Höfuðborgarsvæðið 2040, verður sameiginleg áætlun sveitarfélaganna um náið samstarf um skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu áratugi.

 

Ályktun Kjósverja er eftirfarandi:

 

 

„Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur þungar áhyggjur af því að uppbygging á iðnaðarstarfsemi og annarri starfsemi á Grundartangasvæði í Hvalfjarðarsveit hafi skaðleg áhrif á mannlíf og atvinnustarfsemi í Kjósarhreppi. Í Kjósarhreppi er mikil landbúnaðarstarfsemi og matvælaframleiðsla en einnig nýtur sveitin sívaxandi vinsælda hjá ferðamönnum og náttúruunnendum, ekki síst vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið og mikillar náttúrufegurðar. Það er álit hreppsnefndar Kjósarhrepps að hröð uppbygging á mengandi atvinnustarfsemi á Grundartanga kunni að vera í miklu ósamræmi við samþykktar áætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.“

 

Þá segir að í tillögunni að svæðisskipulaginu komi fram að umhverfi megi telja heilsuvænt ef það tryggir hreint vatn og loft og hvetur fólk til reglubundinnar hreyfingar. „Umhverfið á að ýta undir að fólk hittist og eigi samskipti sem styrkir bæði félagslega heilsu einstaklinga og samfélagsins. Tillagan að svæðisskipulaginu gerir ráð fyrir því að gott landbúnaðarland eigi að nýta undir matvælaframleiðslu og náttúruríkt umhverfi eigi að varðveita. Hreint loft, ómeðhöndlað drykkjarvatn, nálægð við fjölbreytt útisvistarsvæði og náttúrulegt umhverfi eru markmið sem höfð eru að leiðarljósi í svæðisskipulaginu enda undirstaða að lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu og markar sérstöðu svæðisins umfram önnur borgarsvæði. Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir þær kröfur til forsvarsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að þeir fylgi samþykktum svæðisskipulagstillögum. Reykjavíkurborg, sem skipar meirihluta stjórnar í Faxaflóahöfnum sf,. ber að standi vörð um að framtíðaruppbygging á Grundartangasvæði í Hvalfjarðarsveit hafi ekki skaðleg áhrif á landbúnað, matvælaframleiðslu og mannlíf í Kjósarhreppi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is