Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2015 09:41

Gleðileikarnir í Borgarnesi hlutu foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, voru afhent í tuttugasta sinn í gær við athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Gleðileikarnir í Borgarnesi hlutu Foreldraverðlaunin að þessu sinni, voru valdir úr hópi 24 gildra tilnefninga. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni eru Gleðileikarnir þrautaleikur þar sem nemendum á elsta stigi Grunnskóla Borgarness er skipt niður í hópa sem þurfa að leysa krefjandi verkefni sem ekki eru hluti af þeirra daglega skólalífi. Sjálfstæði og samvinna eru einkunnarorð leikanna og miðast að því að efla samheldni og samstöðu í samfélaginu sem og að gefa þátttakendum tækifæri til þess að spreyta sig á skemmtilegum þrautum. „Allir þátttakendur fara heim af leikunum með jákvæð og falleg skilaboð í farteskinu og nýja sýn á eigin styrk og getu. Verkefnið er vel heppnað og vekur athygli í samfélaginu, eflir samstarf heimilis og skóla og virkjar foreldra í starfi með nemendum og fær þá til þess að kynnast innbyrðis og öðrum nemendum skólans,“ segir í umsögn dómnefndar.

 

 

Hvatningarverðlaun 2015 hljóta nemendur og foreldrar Austurbæjarskóla fyrir Spennistöðina og Sigríður Björk Einarsdóttir var valin dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2015. Hún er formaður foreldrafélags Hólabrekkuskóla í Breiðholti.

 

Hafa stuðlað að jákvæðum breytingum

Þetta er í annað skipti sem Gleðileikarnir eru haldnir í Borgarnesi en þess má geta að verkefnið var einnig tilnefnt til verðlaunanna á síðasta ári. „Það er mikill heiður að fá að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd foreldrasamfélagsins í Borgarnesi. Heiðurinn er margra og það er gaman að sjá hvað hægt er að framkvæma og stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu okkar. Það hafa Gleðileikarnir sannarlega gert,“ segir Eva Hlín Alfreðsdóttir verkefnastjóri Gleðileikanna í samtali við Skessuhorn.

 

Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar verðlaunahafa úr Borgarnesi ásamt Önnu Margréti Sigurðardóttur formanni Heimilis og skóla, Hrefnu Sigurjónsdóttur framkvæmdastjóra og Gísla H. Guðlaugssyni formanni dómnefndar. Úr Borgarnesi mættu þær Fjóla Veronika Guðjónsdóttir (þriðja frá vinstri), Signý Óskarsdóttir, Eva Hlín Alfreðsdóttir, Brynja Þorsteinsdóttir og Elín Kristinsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is