Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2015 09:00

Ætla að byggja upp lifandi menningarmiðstöð

Síðastliðinn föstudag var skrifað undir leigusamning á félagsheimilinu Brúarási í Hálsasveit til nýs fyrirtækis sem hlotið hefur nafnið Brúarás ehf. Fljótlega verður hafist handa við lagfæringar á húsinu með það fyrir augum að þar hefji á næsta ári starfsemi nýtt menningartengt ferðaþjónustufyrirtæki. Eignarhald félagsheimilisins hefur verið á höndum fjögurra félaga auk sveitarfélagsins. Það eru kvenfélög Hálsasveitar og Hvítársíðu,  búnaðarfélög beggja sveita auk Borgarbyggðar. Við leigu á húsinu nú afsalaði Búnaðarfélag Hálssveitar sínum eignarhluta í húsinu til kvenfélagsins í Hálsasveit. Leigusamningurinn er til 30 ára en í honum felst meðal annars að félögin fá húsið áfram til notkunar fyrir ýmis mannamót á þeirra vegum.

Athafnafólk sem tengist svæðinu

„Það er sveitarfélaginu Borgarbyggð og öðrum eigendum Brúaráss mikið ánægjuefni að gerður hefur verið langtíma leigusamningur um félagsheimilið,“ sagði Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri við þetta tilefni. „Leigutakar eru öflugur hópur athafnafólks sem tengist svæðinu sterkum böndum og hefur brennandi áhuga á faglegri uppbyggingu ferðaþjónustu og sköpun atvinnutækifæra í uppsveitum Borgarfjarðar,“ sagði hún. 

 

Nánar er fjallað um Brúarás og nýtt hlutverk hússins í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is