Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2015 02:20

Boða til íbúafundar um skólamál í Borgarfirði

Hópur fólks í Borgarfirði hefur boðað til opins íbúafundar í félagsheimilinu Logalandi næstkomandi mánudagskvöld, annan í Hvítasunnu klukkan 20:30. Að sögn Þóru Geirlaugar Bjartmarsdóttur talsmanns íbúa er tilefni fundarins skýrsla vinnuhóps á vegum Borgarbyggðar um hagræðingaraðgerðir í rekstri skóla í sveitarfélaginu. Þar eru lagðar fram ýmsar leiðir til hagræðingar. Meðal annars er lagt til að Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgafjarðar verði lokað og börnum á svæðinu verði ekið í Grunnskóla Borgarness. Fleiri tillögur er sem ganga misjafnlega langt er að finna í skýrslunni og vísast í frétt hér á vefnum í gær í því samhengi. „Við ætlum að ræða um framkomnar tillögur á breytingu á skólastarfi á svæði Grunnskóla Borgarfjarðar og höfum boðið sveitarstjórn að mæta. Við skorum á alla íbúa sem vettlingi geta valdið að mæta og láta í ljós skoðanir sínar á þessu og taka þátt í umræðunum,“ sagði Þóra Geirlaug í samtali við Skessuhorn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is