Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2015 09:01

Það má kallast þjóðlegasti siður þetta að pota útsæðinu niður

„..úti í garði, undir morgunsól.“ Eins og margir þekkja er hér skírskotun í söngtexta Lúdó og Stefáns hér um árið. Þessi ágæti söngur gæti átt við hjá hjónunum Kristjáni Heiðari Baldurssyni og Ingibjörgu Sigurvaldadóttur á Akranesi sem nýttu blíðviðrið á Hvítasunnudag til að pota niður útsæðinu sínu. Akraneskaupstaður lauk í vor við endurgerð kartöflugarðanna ofan við Smiðjuvelli og er svæðið nú orðið hið snyrtilegasta. Búið er að leggja góðan veg í gegnum kartöflugarðana, drena jarðveginn og merkja reitina. „Við gerum þetta mest fyrir ánægjuna og útiveruna,“ sögðu þau hjón. „Það er afskaplega gott að fá nýjar kartöflur fyrst á haustin en svo verða þær ekkert skemmtilegar þegar líður á veturinn enda vantar okkur góða kartöflugeymslur hér á Akranesi. Peningalega er lítið út úr þessu að hafa, en ánægjan vegur það upp,“ sögðu þau Kristján Heiðar og Ingibjörg.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is