Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2015 08:00

Séra Þráinn settur í embætti á Akranesi

Séra Þráinn Haraldsson var settur í embætti prests á Akranesi í hátíðarguðsþjónustu á hvítasunnudag. Um er að ræða nýja stöðu sem skýrist af mikilli fjölgun íbúa. Þráinn mun framvegis starfa við hlið séra Eðvarðs Ingólfssonar sem hefur verið sóknarprestur Akurnesinga frá 1997.

„Þráinn er í raun sjötti prestur Akurnesinga frá 1886. Þá tók við embætti Jón Sveinsson og þjónaði hann fyrsta áratuginn í kirkjunni sem var staðsett þar sem nú er kirkjugarðurinn og minningarturninn um gömlu kirkjuna stendur. Þegar ný kirkja er vígð 1896 heldur Jón áfram að þjóna Akurnesingum og því teljum við frá 1886, þegar hann tók við embætti, en ekki byggingarári nýju kirkjunnar,“ sagði séra Eðvarð í Samtali við Skessuhorn. „Þetta var söguleg stund því þetta er í fyrsta sinn sem tvö prestsembætti eru komin til að vera hér á Akranesi. Hér hafði verið fjölmennasta einmenningsprestakallið utan Reykjavíkur og því orðið tímabært að bæta við.“

 

 

Séra Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Vesturlandsprófastsdæmis, setti Þráinn í embættið og þjónaði fyrir altari fram að predikun þegar hinn nýi prestur tók við. Séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur leiddi kirkjubæn og félagar úr Kór Akraneskirkju sungu við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar organista. „Athöfnin var hátíðleg og kórsöngurinn fallegur. Við erum með frábæran kirkjukór, einn þann besta á landinu,“ segir Eðvarð.

 

Að lokinni guðsþjónustu var kirkjugestum boðið til kaffiveitinga í Vinaminni. „Þar voru fínar rjómatetur ásamt fleiru og allir boðnir velkomnir,“ segir Eðvarð að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is