Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2015 10:24

Tap gegn Blikum

Fyrr í kvöld tóku Skagamenn á móti Breiðabliki á Akranesvelli í fimmta leik Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Gestirnir úr Kópavogi voru fyrir leikinn í sjöunda sæti deildarinnar en heimamenn í því tíunda. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru prýðilegar, völlurinn leit mjög vel út og hægur vindur af sjónum.

 

Fyrstu tíu mínútur leiksins þreifuðu bæði lið fyrir sér. Það var síðan á 12. mínútu að Darren Lough komst upp vinstri kantinn og sendi boltann á Arsenij Buinickij sem var einn og óvaldaður í vítateignum. Arsenij lagði boltann í fjærhornið framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki Blika en línuvörðurinn hafði lyft flaggi sínu til merkis um rangstöðu. Markið fékk því ekki að standa og staðan áfram 0-0. Á 26. mínútu komst Þórður Þorsteinn Þórðarson upp kantinn eftir laglegan samleik við Garðar Gunnlaugsson. Hann reyndi að þræða fyrirgjöf á Arsenij sem beið dauðafrír í teignum en varnarmaður Blika komst inn í sendinguna á síðustu stundu.

 

Blikar reyndu í fyrri hálfleik að stinga boltanum inn fyrir vörn Skagamanna en sköpuðu sér fá ákjósanleg marktækifæri fyrr en langt var liðið á hálfleikinn. Á 36. mínútu fékk Kristinn Jónsson boltann vinstra megin í vítateig Skagamanna eftir laglega sendingu. Árni Snær kom vel út, lokaði markinu og varði vel frá Kristni úr ágætu færi og markalaust þegar flautað var til hálfleiks.

 

Í síðari hálfleik fór sóknarþungi Breiðabliks að aukast, þeir léku ágætlega sín á milli á köflum, komust upp í hornin, inn fyrir vörn Skagamanna og sköpuðu sér færi. Á endanum varð eitthvað undan að láta og á 68. mínútu átti Guðjón Pétur Lýðsson lága fyrirgjöf frá hægri inn á teig Skagamanna sem stefndi beint á Ellert Hreinsson. Hann lét boltann hins vegar fara og Arnþór Ari Atlason kom aðvífandi og smellti honum í fjærhornið, óverjandi fyrir Árna Snæ í markinu. Síðustu 20 mínútur leiksins gerðist fátt markvert. Blikar reyndu að halda boltanum og róa leikinn. Garðar Gunnlaugsson meiddist á 75. mínútu og var skipt út af skömmu síðar. Skagamenn virtust aldrei komast inn í leikinn eftir að Blikar skoruðu og lokatölur á Akranesvelli 0-1, Breiðabliki í vil.

 

Næsti leikur Skagamanna verður gegn Fjölnismönnum í Grafarvoginum á sunnudaginn næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is