Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2015 12:00

Fyrsti deildarleikur Skagakvenna í kvöld

ÍA leikur í kvöld sinn fyrsta leik í Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu þegar liðið tekur á móti Augnabliki á Akranesvelli klukkan 20:00. Skagakonur leika sem kunnugt er í A riðli fyrstu deildar eftir fall úr úrvalsdeild í fyrra.

„Sumarið lítur bara ágætlega út fyrir okkur. Við erum búin að styrkja liði með bandarískum leikmönnum, markmanni og varnarmanni,“ sagði Þórður Þórðarson, þjálfari liðsins í samtali við Skessuhorn í vikunni. Leikmennirnir sem um ræðir eru Morgan Glick og Megan Dunningham sem léku í bandaríska háskólaboltanum í vetur. „Þær komu til landsins í nótt þannig að það er dálítið stuttur fyrirvari fyrir þær að kynnast liðinu en þær munu styrkja okkar leikmannahóp.“

Í leik gegn Fjölni í Borgunarbikarnum á dögunum vakti athygli að aldursforseti liðsins var hin 22 ára Heiður Heimisdóttir. „Liðið er ungt og verður svoleiðis. Yngsti leikmaðurinn er 16 ára og sá elsti 22 ára,“ segir Þórður. „Við verðum þannig með yngsta liðið í fyrstu deildinni í sumar, reyndar alveg eins og við vorum yngsta liðið í Pepsideildinni í fyrra. Það hefur auðvitað bæði kosti og galla. Upp á framtíðina er það auðvitað mikill kostur, þetta er mjög efnilegt lið.“

 

Aðspurður um markmið sumarsins segir Þórður það einfalt, liðið stefni á að leika í úrvalsdeild að ári. „Við ætlum að reyna allt sem við getum til að komast upp aftur. Við erum í erfiðum riðli en myndi segja að við værum eitt af bestu liðunum, ásamt HK/Víkingi og Augnabliki,“ segir hann. „Ef allt gengur upp þá gerum við góða hluti, fyrir mér er það engin spurning. Ég hef mikla trú á þessum stelpum,“ segir Þórður að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is