Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2015 02:10

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð átelur harðlega stóriðjustefnu

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð er félagsskapur sem stofnaður var af fólki beggja vegna Hvalfjarðar fyrir nokkrum árum, fólki sem hafði miklar áhyggjur af umhverfismálum á svæðinu. Þær áhyggjur hafa í seinni tíð síst minnkað. Félagið lætur sig, eins og nafnið bendir til, umhverfismál varða í víðasta samhengi. Forsvarsmenn þess segja að helstu baráttumál Umhverfisvaktarinnar séu að íbúum við Hvalfjörð verði tryggt hreint andrúmsloft, hreint vatn og ómengaður jarðvegur, að öll dýr njóti hreinnar náttúru, að húsdýr njóti alls hins besta í aðbúnaði og að umhverfisvæn atvinnustarfsemi þrýfist. Þá hafnar félagið aukinni malartekju af botni fjarðarins og vill að lífríki Hvalfjarðar verði ekki raskað meira en orðið er.

Segja borgina reka skefjalausa stóriðjustefnu

 

Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi og hestamaður á Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit og Þórarinn Jónsson nautgripabóndi á Hálsi í Kjós eru í forsvari fyrir stjórn Umhverfisvaktarinnar en í henni sitja þrír að auki. Þau eru bæði bændur sem reka bú á áhrifasvæði mengunar frá stóriðjunni á Grundartanga. Þau halda því ákveðið fram að nánast óstjórnleg aukning stóriðju ógni þeirra atvinnu og möguleikum til að stunda landbúnað á svæðinu til lengri tíma litið. „Sjálfsögð og væntanleg krafa neytenda um upprunamerkingu landbúnaðarvara mun á næstu árum gera okkur ennþá erfiðara fyrir. Upplýstir neytendur munu ekki vilja afurðir frá búum sem eru í næsta nágrenni við mengandi stóriðju og útblásturinn virðir ekki landamörk.“ Þau Ragnheiður og Þórarinn settust niður með blaðamanni Skessuhorns í síðustu viku. Tilefnið er áform um áframhaldandi uppbyggingu á Grundartanga, bygging sólarkísilverksmiðju ber þar hæst. Framkvæmdir á Grundartanga segja þau komnar langt út fyrir þau mörk sem þau og margir aðrir telji að séu ásættanleg til að náttúran við Hvalfjörð fái að njóta vafans. Þá átelja þau harðlega borgaryfirvöld í Reykjavík sem séu í forsvari fyrir því sem þau kalla skefjalausa stóriðjustefnu á Grundartanga í gegnum eignarhald á Faxaflóahöfnum.

 

Ítarlegt viðtal við forsvarsmenn Umhverfisvaktarinnar má lesa í Skessuhorni sem kom út í dag.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is