Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2015 06:01

Hafa starfað í aldarfjórðung á sama stað

Jósep Blöndal sjúkrahúslæknir og Lucia de Korte sjúkraþjálfari fögnuðu bæði 25 ára starfsafmæli nýlega. Þau hófu störf á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi vorið 1990, Lucia þann 1. apríl og Jósep 8. maí. Í tilefni af þessum tímamótum tók Skessuhorn Jósep og Luciu tali. Áður en Jósep og Lucia hófu störf á St. Franciskusspítalanum höfðu þau bæði menntað sig í stoðkerfis- og verkjafræðum. Jósep, sem er skurðlæknir að mennt, segist hafa séð fram á að skurðlækningar á minni stöðum úti á landi myndu smám saman leggjast af. „Við vildum einbeita okkur að því að bæta það sem hægt var að bæta án mikils tilkostnaðar. Eins og í rannsóknum, sjúkraþjálfun og endurhæfingu,“ segir Jósep. Hann segir frá því að um 1990 hafi verið birt merkileg rannsókn í Kaliforníu þar sem tekið var á bak- og hálsvandamálum með þverfaglegri nálgun margra mismunandi sérgreina. Hann hafði því samband við Dr. Jeffrey Saal við San Francisco Spine Institute. Í framhaldinu af því komu hann og Lucia að stofnun háls- og bakdeildar á St. Franciskusspítalanum, sem enn er starfrækt í dag.

 

Nánar er rætt við Jósep og Luciu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is