Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2015 08:01

Metta Íris opnar sýningu í Átthagastofu

Laugardaginn 30. maí næstkomandi opnar Metta Íris Kristjánsdóttir myndlistar- og sölusýningu í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Metta Íris er „Ólsari“ en hún er dóttir hjónanna Fríðu Björnsdóttur frá Grund í Ólafsvík og Kristjáns Jenssonar. Metta Íris hefur áður haldið sýningu í Ólafsvík, fyrir fjórum árum í Mettubúð. Hún byrjaði að mála fyrir um sjö árum, segist aldrei hafa snert pensil fyrir þann tíma. „Þá var eitthvað sem kom til mín og ég byrjaði að mála og hef ekki stoppað síðan.“ Hún segir að myndlistin sé í raun heilun fyrir hana. Metta Íris hefur sótt ýmis námskeið og verið nokkrar annir í Myndlistarskóla Kópavogs. Hún málar olíumálverk bæði af landslagi og abstrakt, þykir mjög gaman að leika sér að efnum og notar því ekki eingöngu pensla við verk sín. Þá þykir Mettu Írisi mjög ánægjulegt að geta komið vestur og sýnt verk sín. Hún segist alltaf hafa haft taugar á heimaslóðir og það skemmi ekki fyrir að sömu helgi og sýningin opnar ætla fermingarsystkini hennar að hittast í tilefni af 50 ára fermingarafmæli þeirra. Sýning Mettu Írisar verður opin í Átthagastofu frá 30. maí til 18. júní næstkomandi.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is