Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2015 04:32

Íbúar afar óhressir með tillögu um lokun Hvanneyrardeildar GBF

Hópur fólks í Borgarfirði boðaði til íbúafundar í félagsheimilinu Logalandi síðastliðið mánudagskvöld. Þangað mættu 150 íbúar til að mótmæla niðurstöðu starfshóps á vegum Borgarbyggðar sem leggur m.a. til í skýrslu sem kynnt var í síðustu viku að starfsstöð Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri verði lokað. Að sögn Þóru Geirlaugar Bjartmarsdóttur talsmanns íbúa og fundarboðenda var tilefni fundarins að íbúar ræddu skýrslu vinnuhópsins. „Við ræddum um framkomnar tillögur um breytingu á skólastarfi á svæði Grunnskóla Borgarfjarðar og buðum sveitarstjórn að mæta og hlusta á raddir okkar. Íbúum er ekki sama um framtíð skólamála í héraðinu og það kom glöggt fram á þessum fundi,“ sagði Þóra Geirlaug. Um tugur íbúa tjáði sig á fundinum og var þungt hljóð í fólki, sem þó var málefnalegt og rökfast. Einkum var það barnafólkið sem tjáði þá skoðun sína að ekki kæmi til greina að loka neinum af starfsstöðvum Grunnskóla Borgarfjarðar, en skólinn er nú á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og á Hvanneyri. GBF var til við sameiningu grunnskólanna í uppsveitum Borgarfjarðar fyrir fimm árum í kjölfar tillögu þáverandi sveitarstjórnar um að loka Grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Því var harðlega mótmælt þá og horfið frá þeim fyrirætlunum með stofnun sameinaðs skóla.

Stóð nú í sömu sporum og fyrir fimm árum

Í ávarpi sínu í upphafi fundar sagðist Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir vera stolt af því að búa í Borgarbyggð, þar væri allt sem þyrfti fyrir barnafólk. Af þeim sökum hefði allt þetta unga fólk valið sér búsetu þar. „Skólarnir okkar eru forsenda þess að við viljum búa hér. Í okkar huga kemur ekki til greina að hreyfa við þeim starfsstöðvum sem í dag eru undir Grunnskóla Borgarfjarðar.“ Þóra Geirlaug sagði að fyrir fimm árum hefði hún staðið í sömu sporum og nú, en þá hafi skólinn á Kleppjárnsreykjum verið undir niðurskurðarhnífnum. Það mál hafi verið farsællega til lykta leitt með stofnun Grunnskóla Borgarfjarðar og síðan hafi verið unnið að kröftugu uppbyggingarstarfi í skólanum. Nú boði sitjandi sveitarstjórn hins vegar uppbrot á því góða starfi vegna fjárhagsvandræða sveitarfélagsins. „Skólarnir okkar snúast um samfélagslega grunnstoð og það er ekki hlutverk sveitarstjórnar að brjóta hana niður,“ sagði Þóra Geirlaug.

 

Nánar er sagt frá fundinum, ályktun sem þar var samþykkt og tillögum starfshópa Borgarbyggðar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is