Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2015 01:33

Verkfall hjúkrunarfræðinga hefur umtalsverð áhrif á starfsemi HVE

Verkfall 73 hjúkrunarfræðinga er farið að hafa veruleg áhrif á starfsemi Heibrigðisstofnunar Vesturlands.  Öll bráðaþjónusta er þó veitt og allt kapp lagt á að tryggja öryggi þjónustunnar, að sögn Guðjóns S Brjánssonar forstjóra HVE. „Áhrifanna gætir mest á starfsemi sjúkrahúss HVE á Akranesi þar sem um helmingur hjúkrunarfræðinganna okkar starfar. Þar eru þrjár legudeildir með 38 bráðarými og standa 28 þeirra auð. Undirbúningur við útskriftir sjúklinga hófst daginn fyrir verkfall og reynir mest á að það takist að halda sjúklingum á lyflækningadeild í lágmarki því ekki er unnt að hafa nema tæplega helming legurýma opin.“ Guðjón segir að ekki hafi þurft að grípa til útskrifta sjúklinga af handlækningadeild þar sem mikil röskun var þegar orðin á innlögnum vegna skurðaðgerða svo sem liðskiptaaðgerða sem ekki hefur verið hægt að framkvæma frá því verkfall BHM hófst 7. apríl. „Þetta hefur haft í för með sér að ekki hefur verið unnt að nýta nema hluta legurýma deildanna sem annast skurðsjúklinga. Verkfallsaðgerðir hafa þó ekki haft áhrif á meðgöngu- og fæðingaþjónustuna á HVE. Starfsemi skurðstofanna á Akranesi liggur niðri og einungis eru framkvæmdar bráðaskurðaðgerðir.  Á slysa- og göngudeild á Akranesi er bráðaþjónustu sinnt en smærri aðgerðir og speglanir falla niður.“

 

 

Guðjón segir að sjúkradeildin í Stykkishólmi þurfi ekki að svo komnu máli að fækka sjúklingum en starfsemi aðgerðastofu í Stykkishólmi raskast en þar eru framkvæmdar smærri aðgerðir og sprautumeðferðir í tengslum við háls- og bakdeild tvo daga í viku. Ekki er gert ráð fyrir að teljandi röskun verði á hjúkrunardeildinni á Hólmavík og á Hvammstanga þar sem flest hjúkrunarrýmin eru.

Verkfallið skerðir þjónustu á heilsugæslustöðvum HVE sem ýmist þarf að færa til verkefni eða fella niður. Þetta á við móttöku hjúkrunarfræðinga, skólahjúkrun og ungbarnavernd. „Enn sem komið er hefur ekki orðið mikil röskun í heimahjúkrun en ef verkfallið dregst fram í næstu viku má búast við að ástandið verði erfitt þar sem ekki er hægt draga úr þjónustu nema í litlu mæli. Áhrif verkfalls eru mismikil og gætir minnst í starfsemi smærri heilsugæslustöðva eins og í Búðardal, Grundarfirði og á Hólmavík.

 

Nokkur röskun er á þjónustunni á Hvammstanga, í Ólafsvík og Stykkishólmi en veruleg röskun er á starfsemi heilsugæslustöðvanna á Akranesi og í Borgarnesi,“ segir Guðjóns Brjánsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is