Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2015 01:40

Aukin sala á ýsu til Bandaríkjanna

Á yfirstandandi fiskveiðiári er útgefinn ýsukvóti 30.400 tonn. Það er fimmtungi minna en á fiskveiðiárinu 2013/2014. Áhrif þessa sjást greinilega á útflutningstölum fyrir ferska ýsu á fyrsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að verð fyrir hana hafi hækkað um 13% frá því í fyrra er útflutningsverðmæti 19% lægra. Alls voru flutt út 858 tonn af ferskri ýsu á tímabilinu janúar - mars á þessu ári.  Það er 28% minna á sömu mánuðum í fyrra. Útflutningsverðmæti ferskrar ýsu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 1.140 milljónum sem er 261 milljónum lægra en á sama tíma í fyrra.

 

 

 

Dregur úr sölu til Bretlands

Ýsan er vinsæll matfiskur í Bandaríkjunum. Þangað er mest flutt út af henni og eftirspurnin virðist fara vaxandi þar. Athygli vert er hversu hlutdeild Bandaríkjamarkaðar hefur aukist á milli ára þegar ýsuútflutningur er annars vegar. Í fyrra var hún 42% af heildarmagninu en er nú komin í 46% eða nálega helming. Hlutdeild Breta hefur hins vegar hrapað. Í fyrra var hún 38% en er nú komin niður í 27%. Bretar eru þó eftir sem áður næst stærstu kaupendur héðan af ferskri ýsu. Þessar tölur byggja á gögnum Hagstofu Íslands og eru birtar á vef Landssambands smábátaeigenda.

 

Minni vandræði vegna ýsunnar

Smábátasjómenn sem róa með línu kvörtuðu mikið á síðasta ári yfir meðafla af ýsu sem þeir höfðu ekki kvóta fyrir eftir niðurskurðinn mikla í aflaheimildum úr stofninum. Nú í vetur hefur dregið úr þessum vandræðum eftir að útgerðum minni bátanna var heimilað að leigja eða skipta til sín ýsuveiðiheimildum frá stærri skipunum. Um tvö þúsund tonn af ýsu hafa þannig verið flutt úr stóra kerfinu svokallaða niður í litla kerfið það sem af er þessu fiskveiðiári samkvæmt tölum sem birtar eru í Fiskifréttum.

 

Innan litla kerfisins eru svokallaðir krókaaflamarksbátar sem stunda veiðar með handfærum og línu. Í því kerfinu er úthlutun í ýsu 3.662 tonn miðað við slægt. Að viðbættum flutningi milli ára og sérstökum úthlutunum verður heildarýsukvótinn í þessu kerfi alls 4.450 tonn. Með færslu úr stóra kerfinu hafa ýsuheimildir í krókaaflamarkinu hins vegar farið upp í 6.537 tonn. Það er aukning um 47%. Þetta hefur aflétt mjög spennunni sem hafði myndast meðal eigenda og áhafna smábátanna vegna skorts á ýsukvóta. Í staðinn fékk stóra kerfið meðal annars 843 tonn af þorski og 1.081 tonn af ufsa frá smábátunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is