01. júlí. 2015 10:01
Á dögunum var skipt um járn á þaki hússins að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík en kominn var tími á viðhald. Mikið var um útköll vegna þaksins í vetur þegar plötur voru að losna af þakinu. Fjölbreytt starfsemi er í húsinu. Á neðri hæðinni eru til húsa skrifstofa Verkalýðsfélags Snæfellinga, Grillið og Brauðgerð Ólafsvíkur. Á efri hæð hússins er hluti af starfsemi Hótels Ólafsvíkur en þar var einu sinni til húsa Hótel Nes eins og sjá má koma undan flagnaðri málningu á gafli hússins.