Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2015 06:01

Þróa sérsmíðaðan hugbúnað í símsvörun

Fyrirtækið Ritari.is er ungt fyrirtæki sem staðsett er við Stillholt á Akranesi. Fyrirtækið býður upp á í heildarlausnir í skrifstofumálum og sérhæfir sig á sviði ritaraþjónustu, símsvörunar, úthringinga, bókhaldsþjónustu og stofnunar og reksturs fyrirtækja. Eigendur Ritara.is fengu nýverið styrk að upphæð 2,5 milljónir króna frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Styrkurinn er til þróunar á nýjum sérsmíðuðum hugbúnaði. Að sögn Ingibjargar Valdimarsdóttur framkvæmdastjóra Ritara.is mun hugbúnaðurinn nýtast í símsvörun fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. „Hann mun aðstoða við að halda betur utan um gögn, setja meiri nákvæmni í áframsendingu símtala, senda skilaboð og mun gera allt sjálfvirkara og nákvæmara án þess þó að sleppa persónulegu snertingunni. Kjarnastarfsemi fyrirtækisins er að svara símanum fyrir önnur fyrirtæki. Við sinnum símsvörun fyrir rúmlega 90 fyrirtæki í dag úr öllum greinum atvinnulífsins, víðsvegar af landinu og það er ansi mikið magn af upplýsingum sem fylgja þessu umfangi.“ Ingibjörg segir að hugbúnaðurinn muni auðvelda starfið verulega þar sem honum sé gert að halda utan um allar þær upplýsingar sem starfsmenn Ritara þurfa að hafa til að geta svarað fyrir þau fyrirtæki sem nýta sér símsvörunarþjónustu fyrirtækisins. Ingibjörg segir styrkinn ákveðna viðurkenningu á gæðum verkefnisins og virkni hugbúnaðarins sem mun bæta gæði og virkni símsvörunar til muna þegar hann verður fullgerður.

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is