Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2015 11:01

Myndir: Mótmæli þegar Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina

Tveir óþekktir menn komu mótmælum sínum á framfæri í gærkvöldi þegar hvalveiðiskipið Hvalur 9 kom að bryggju í Hvalfirði með fyrstu langreyðina. Þeir höfðu sett kajak á flot í grennd við hvalstöðina, réru að skipinu þegar það lagðist upp að og köstuðu rauðum neyðarblysum í sjóinn. Þegar langreyðurin var dregin að landi stökk síðan annar maðurinn upp á hvalinn sem flaut í yfirborðinu undir drættinum og stóð þar í nokkrar mínútur meðan hvalurinn færðist nær landi. Hann fór svo aftur í kajakinn. Hvalmenn létu þessa mótmælendur algerlega afskiptalausa.  Þetta virtist allt vera kvikmyndað úr brekkunni ofan við hvalstöðina þar sem áhorfendur standa jafnan og fylgjast með hvalskurði. Jafnframt var dróni sendur á loft sem sveimaði yfir hvalskurðarplaninu og virtist mynda það úr lofti.

Af öllu þessu varð nokkuð sjónarspil og töluverð mengun þar sem súr reykur fyllti vit manna á Hval 9. Á eftir flutu útbrunnin blysin á sjónum eins og hvert annað rusl og mengar vætanlega í dag strendur Hvalfjarðar því ekkert benti til að mótmælendurnir væru að hafa fyrir því að hreinsa upp eftir sig. Þrátt fyrir þessar aðgerðir voru engir mótmælendur sjáanlegir með borða í brekkunni fyrir ofan hvalstöðina eins og verið hefur við upphaf síðustu vertíða.

 

Um miðnættisbil kom Hvalur 8 svo að landi með aðra langreyð og hún var dregin að landi án tíðinda. Hvalvinnsla er nú komin á fullt í Hvalfirði. Hvalur 8 er á leið aftur á miðin en vélarkvillar hrjá Hval 9. Unnið er að viðgerðum áður en skipinu verður síðan stefnt á hvalaslóðir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is