Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2015 11:43

Bitmýsvargur herjar á byggðir einkum sunnan Hvalfjarðar

Svokallað lúsmý hefur herjað grimmilega undanfarna daga á fólk við sunnanverðan Hvalfjörð, jafnvel svo að sumarbústaðagestir hafa orðið að flýja undan hrjáðir af biti, ofsakláða og annarri vanlíðan.  "Ástandið er að við best vitum mest bundið við Kjósina, það er sunnanverðan Hvalfjörð. Ég veit líka um tilfelli undir Hafnarfjalli en á eftir að fá upplýst nákvæmlega hvar það var. Þessar flugur eru lúmskar. Þær eru mjög smávaxnar, ekki nema um 1,5 millimeter að stærð. Þær koma margar saman og læðast að fólki þannig að það á sér einskis ills von. Þessar flugur eru með litla munnlimi, svipaða og bitmýið við Mývatn. Við vitum að þetta er af svokallaðri lúsmýsætt en höfum ekki borið kennsl á tegundina enn," segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur á Náttúrustofnun Íslands við Skessuhorn.

Erling segir að tegundir lúsmýs (á latnesku: Ceratopogonidae) séu margar og hver um sig með ólíka lífshætti og þurfi mismunandi kjöraðstæður til að tímgast í miklum mæli. Til að átta sig betur á hvað hér sé á ferðinni þurfi að tegundagreina flugurnar en það sé einungis á færi erlendra sérfræðinga. "Ég er kominn með eina adressu sem ég get sent flugur á til tegundagreininga en þá er þarf að koma þeim í póst og síðan vona að viðkomandi sérfræðingur sé nú ekki í sumarfríi."

 

Loks þegar tegund liggur fyrir er hægt að geta sér til um það hvaðan flugurnar komi, svo sem hvort þær hafi klakist út í vatni eða skítahaugum áður en þær hófu sig til flugs og byrjuðu að bíta og sjúga blóð úr safaríkum Vestlendingum, Kjósverjum og gestum þeirra. "Það má vel vera að þetta sé tegund sem hefur alltaf verið hér en einhver skilyrði nú geri það að verkum að hún hafi nú blossað upp í miklum mæli á takmörkuðu svæði svo sem í Kjósinni."

 

Aðspurður segir Erling að hér sé alls ekki um að ræða moskítóflugur sem eru mikil plága til að mynda á Grænlandi en hafa ekki náð að nema land á Íslandi. "Nei, moskítóflugur eru miklu stærri og með sogrör sem þær nota til að stinga með og sjúga blóð í gegnum. Þetta eru ekki moskítóflugur," segir Erling. Hann hefur skrifað pistil um lúsmýið sem birtur er á vef Náttúrufræðistofnunar og lesa má með því að smella hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is