Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2015 06:00

Málar steina í fánalitunum

Björn Lúðvíksson listamaður, ljósmyndari og lífskúnstner hefur tekið upp á því að mála þjóðfána á steina og raða á grjótgarðinn við Akranesvita. Þetta framtak hefur vakið mikla lukku hjá ferðamönnum sem hafa, að sögn Björns, verið duglegir að láta mynda sig með steinana, jafnvel með vitann í bakgrunni. Björn byrjaði á því að mála íslenska þjóðfánann en þegar hann sá hvað þetta vakti mikla lukku hjá ferðamönnum ákvað hann að bæta við fleiri fánum. Hann Byrjaði á því að mála fána Norðurlandanna en svo hafa fleiri bæst í hópinn. „Hugmyndin var að gera eitthvað skemmtilegt fyrir ferðamenn og á sama tíma að koma Akranesi á kortið, ferðamennirnir taka gjarnan myndir af fánunum og deila á vefnum og merkja Akranes á myndina,“ sagði Björn um þessa hugmynd sína. Hann myndi gjarnan vilja að Skagamenn væru duglegir við að mála eitthvað fallegt á steina og setja út fyrir garðinn sinn eða dyrnar hjá sér, það myndi svo vekja athygli ferðamanna sem væru duglegir að taka myndir af steinunum og deila á vefnum sem væri mjög gott fyrir bæinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is