Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2015 08:00

Fráfarandi ferðamálafulltrúi Akraneskaupstaðar fer yfir málin

Hannibal Hauksson hefur starfað sem ferðamálafulltrúi hjá Akraneskaupstað í rúmt ár. Skessuhorn heyrði í Hannibal og fór yfir stöðuna í ferðamálum á Akranesi. Hann segir að stöðug aukning ferðamanna hafi verið á Akranesi undanfarið ár, sem komi kannski ekki á óvart í ljósi þess að fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt land. „Það var markmiðið að fjölga gestum á Akranesi og það hefur gengið ágætlega. Nú er stefnan sett á að lengja dvölina þeirra líka,“ segir Hannibal. „Við erum bæði að herja á innlenda og erlenda gesti. Íslendingar skipta nefnilega ekki minna máli en erlendir ferðamenn,“ bætir hann við. Hann segir að hugmyndin sé að nýta það sem fyrir er, þá geti ferðamenn notið og nýtt það með heimafólki. „Ég vil gera út á það sem er ekta, ekki neinn sýndarveruleika. Ef maður nýtir það sem fyrir er, þá nýtist það öllum - bæði heimamönnum og ferðamönnum. Einkaframtakið má svo að sjálfsögðu koma með nýjar hugmyndir og gera það sem það vill.“

 

Nánar er rætt við Hannibal um stöðu ferðaþjónustunnar á Akranesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is