Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2015 06:00

Fjallað um átökin á Norður Írlandi á viðburði á Vitakaffi

Á morgun, laugardag, verður haldinn ekta írskur viðburður á Vitakaffi á Akranesi, í tilefni af Írskum dögum sem nú standa yfir. Um er að ræða fyrirlestur sem Sólveig Jónsdóttir stjórnmálafræðingur ætlar að flytja um átökin á Norður-Írlandi, sem stóðu sem hæst frá 1968-1998. Þá munu félagar úr Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness spila írsk þjóðlög og baráttusöngva inn á milli. Að sögn Sólveigar er viðburðurinn sameiginleg hugmynd hennar og Bjarna Kristóferssonar, eiganda Vitakaffis. „Okkur hefur stundum fundist vanta sterkari írska tengingu við Írska daga. Við höfum bæði lengi verið áhugafólk um írska tónlist og ég lagði meðal annars áherslu á Írland og Norður-Írland í meistaranáminu mínu í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum í Edinborgarháskóla. Við fórum eitthvað að ræða þetta og þannig kviknaði þessu hugmynd,“ segir Sólveig. „Átökin á Norður - Írlandi hörðnuðu verulega upp úr 1960 og lauk ekki formlega fyrr en með samþykkt Stormont-friðarsamningsins árið 1998. Fólk heldur oft að þetta hafi verið trúarleg átök, sem þau voru bara að mjög litlum hluta. Allt hefur þetta enn áhrif á fólkið og samfélagið á Norður-Írlandi, þó ekki séu skipulögð samtök eða hópar að berjast. Það kemur til dæmis enn upp mikil spenna og jafnvel átök í kringum göngur mótmælenda í gegnum hverfi kaþólikka í Belfast, Derry og á fleiri stöðum,“ útskýrir Sólveig.

 

Finnur tengingu við Írana

 

Hún tekur fram að hana langi til að útskýra ástandið á Norður-Írlandi fyrir Skagamönnum, enda eigi þeir mikið sameiginlegt með frændum sínum Írum. Sólveig er fædd og uppalin í Galtarholti í Hvalfjarðarsveit en ættuð af Akranesi. „Amma mín, sem var Akurnesingur, var alveg með það á tæru að í okkur væri áreiðanlega írskt blóð og hún kynnti mig fyrir írskri tónlist. Ég finn fyrir mína parta yfirleitt meiri tengingu við Íra en fólk frá Norðurlöndunum og við fögnum Írskum dögum út af tengingu Akraness við Írland,“ segir Sólveig. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17 og verður rúmlega klukkustundar langur. Ekkert kostar inn á viðburðinn og eru allir velkomnir. „Ragnar Skúlason og þrír aðrir félagar úr Þjóðlagasveit Tónlistarskólans munu svo spila írsk þjóðlög og baráttusöngva inn á milli í fyrirlestrinum.“ Sólveig og Bjarni vonast til að sjá sem flesta og benda á að tilvalið sé að endurnýja kynnin við írsk drykkjarföng við þetta tækifæri.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is