Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2015 08:00

Timburtjöld tekin í notkun í Fossatúni

Í Fossatúni í Borgafirði voru nýverið tekin í notkun svokölluð timburtjöld, um 11m2 upphituð smáhýsi. Svefnpláss fyrir tvo er í hverju hýsi, nettenging og fleira. „Við kláruðum að setja þetta upp núna í vor. Eftir tíu ára rekstur ákváðum við að staldra við, líta til framtíðar og fannst ekki réttlætanlegt að standa í frekari fjárfestingu í tjaldsvæðisrekstri í ljósi þess að samkeppnin er meira og minna við sveitarfélög og ríki sem greiða niður rekstur tjaldsvæða. Þetta var því spurning um að finna annan kost eða hætta,“ sagði Steinar Berg Ísleifsson, framkvæmdastjóri Fossatúns, í samtali við Skessuhorn. „Ég fór og skoðaði á internetinu, þar sem maður finnur öll svörin. Þar sá ég að þessi nýjung var að ryðja sér til rúms í Evrópu, að bjóða upp á „camping pods“ eða timburtjöld þar sem aðstaðan getur verið annað hvort mjög hrá eða aðeins nútímalegri með því að leggja hita og rafmagn í rýmin.“ Steinar segir að í Fossatúni hafi síðari leiðin verið farin. Hvert timburtjald sé svefnpokapláss fyrir tvo með tveimur rúmum með góðum dýnum, hita, rafmagni og nettengingu.

 

Nánar er rætt við Steinar Berg í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is