Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2015 12:01

Stofnaði hóp í Borgarnesi til að kynnast nýju fólki

Nýverið stofnaði ung kona í Reykjavík Skrefið, hóp til að kynnast fólki. Hópurinn er á samfélagsmiðlinum Facebook og er ætlaður fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir, vinafáir eða langar að kynnast nýju fólki. Hópurinn hittist einu sinni í viku á kaffihúsi og getur fólk því rofið félagslega einangrun eða eignast nýja vini með því einu að mæta á fundina. Bjarna Þór Stefánssyni fannst vanta framtak af þessu tagi í Borgarnesi og ákvað að koma á slíkum viðburðum þar.

„Mér fannst þetta mjög sniðugt. Ég bý sjálfur í Borgarnesi og fannst vanta eitthvað svona hérna. Þetta er hugsað fyrir fólk sem er vinafátt, öryrkja og hvern sem er í rauninni. Bara fyrir þá sem vilja komast út að hitta fólk og kynnast fleirum,“ segir Bjarni Þór í samtali við Skessuhorn. Hann segir sambærilega hópa hafa skotið upp kollinum um allt land undanfarnar vikur. „Það eru komnar síður fyrir þetta í öllum landshlutum og líka á Norðurlöndunum. Svo sér hver hópur um sitt. Ég er tengiliðurinn í Borgarnesi og pælingin er að prófa þetta í nokkur skipti og sjá hvernig fer.“ Bjarni Þór segir hópinn vera fyrir alla sem hafa áhuga á að mæta, óháð aldri. Hópurinn hittist í Edduveröld á fimmtudögum klukkan 18. „Við erum búin að hittast einu sinni. Mætingin var ekki alveg nógu góð en ég ætla að prufa tvo eða þrjá hittinga í viðbót, ég er ekki búinn að gefast upp enn,“ segir Bjarni Þór vongóður.

Hann segir það ekki koma á óvart að fáir hafi mætt í fyrsta sinn og hann búist við því að þetta muni stækka með tímanum. „Þetta er vinsælt annars staðar og margir í hópunum. Hugmyndin er að setjast niður og byrja á því að spjalla og hafa gaman. Svo veit maður aldrei hvert það leiðir, kannski verður svo eitthvað meira gert í framtíðinni. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta, það eru allir velkomnir,“ segir Bjarni Þór að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is