03. júlí. 2015 02:07
Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og gítarkennari í Grundarfirði gaf nýverið út geisladisk sem hann ætlar að kynna með veglegri tónleikaferð um landið. Hann hóf tónleikaferðina á heimaslóðum og hélt tónleika á Kaffi Emil í Grundarfirði. Með í för var einvalalið af hljóðfæraleikurum en Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Ásmundur Jóhannsson slagverksleikari og sonur Jóhanns og Ingvar Alfreðsson hljómborðsleikari. Saman gerðu þeir nýju plötu Sigurgeirs góð skil fyrir fullum sal. Þetta voru vægast sagt frábærir tónleikar enda allir hljómsveitarmeðlimir reynslumiklir á sínu sviði. Þeir spila í kvöld, 3. júlí í Fossatúni í Borgarfirði og verða svo á Græna Hattinum á Akureyri 9. júlí. Ljóst er að enginn verður svikinn af hljóðfæraleik þeirra félaga, það var í það minnsta ekki tíðindamaður Skessuhorns.