Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2015 01:41

Ferðamenn almennt mjög ánægðir eftir heimsókn í ísgöngin

Almennt hefur upplifun gesta eftir heimsókn í nýju ísgöngin í Langjökli verið mjög jákvæð, en þau voru formlega opnuð 5. júní. Ferðamenn sem og ferðaskipuleggjendur hafa lofað þessa nýjung í afþreyingu hér á landi. Í ljósi þessa er frétt sem Fréttablaðið og Vísir.is birta í dag talsvert á skjön við upplifun flestra sem þangað hafa komið. Þar er haft eftir Karli Ólafssyni hjá ferðaskrifstofunni Nordic Luxury að upplifun gesta fyrirtækisins væri slík að það ætlaði ekki að skipuleggja fleiri ferðir á jökulinn. Borið er við bráðnun í jöklinum og slæmum aðbúnaði. Á fréttavefnum mbl.is er í dag haft eftir forsvarsmönnum tveggja stórra ferðaskrifstofa að þessi ummæli Karls komi þeim mjög á óvart. Þórir Garðarsson hjá Iceland Excursions/Grey Line, sem er með daglegar ferðir að ísjöklinum, segir til dæmis í samtali við blaðamann Mbl.is að upplifun þeirra viðskiptavina sé þvert á móti góð eftir heimsókn á jökulinn. „Ég skil ekkert í þessari frétt. Við hjá Gray Line höfum farið með mikinn fjölda ferðamanna þarna síðan í júní og það var almenn ánægja hjá þeim með ferðina,“ segir Þórir Garðarsson á Mbl.is. Blaðamenn Skessuhorns sem verið hafa á ferð í Húsafelli hafa á liðnum vikum rætt við nokkra gesti sem nýkomnir hafa verið úr ferð í ísgöng Into the glacier á Langjökli. Þeir hafa undantekningarlaust verið afar ánægðir með heimsókn í ísgöngin. Því virðist sem frétt Fréttablaðsins og Vísis.is í dag með fyrirsögninni „Ferðarþjónustufyrirtæki að gefast upp á ísgöngunum“ sé stórlega orðum aukin. Í það minnsta ætla helstu ferðaskrifstofur að halda áfram að bjóða upp á ferðir þangað.

Þegar hitastig hækkar að sumri er eðlilegt að ís bráðni í gangnamunnanum. Sú var einnig raunin þegar Kristleifur Þorsteinsson frá Húsafelli gróf göng í Langjökulinn sumarið 1995 og gerði þannig fyrstur manna tilraun til ísgangagerðar hér á landi. Ferðaskipuleggjendur og þeir sem selja ferðir í ísgöng af þessu tagi þurfa að benda gestum á að það sé hluti af upplifuninni að ganga í gegnum bráðnandi ís á leið inn í göngin þar sem hitastigið úti bræðir ísinn næst innganginum.

Hvorki fararstjórar né gestir þeirra eiga þar af leiðandi að koma á blandskónum og illa klæddir!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is