Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2015 02:11

Hvetur fólk til að klæðast köldum lopapeysum

Annað kvöld verður Lopapeysuballið haldið, en það er liður í hátíðinni Írskum dögum sem nú stendur yfir á Akranesi. Lopapeysan er einn stærsti og fjölmennasti dansleikur sem haldinn er hér á landi. Margir gestir hafa lengi haft það til siðs að mæta á dansleikinn íklæddir lopapeysum. Ísólfur Haraldsson, skipuleggjandi Lopapeysunnar, lýsti í samtali við Skessuhorn nokkrum áhyggjum varðandi þennan þjóðlega klæðnað. „Fólki verður oft mjög heitt í lopapeysu á Lopapeysunni,“ sagði Ísólfur, enda flíkin hlý og ballið mjög fjölmennt. „Það má búast við að þannig verði það í ár því spáð er allt að 18 stiga hita á meðan ballinu stendur yfir,“ bætir hann við.

 

En hvað er til ráða fyrir þá sem vilja klæðast hinni þjóðlegu peysu á ballinu án þess að eiga á hættu að verða of heitt? „Ég hvet fatahönnuði til að taka sig til og byrja að framleiða kaldar lopapeysur! Nú eða, hlýralopapeysur, lopavesti eða annan léttari lopaklæðnað svo fólki verði ekki of heitt á Lopapeysunni,“ segir Ísólfur. „En ef fólk ætlar að harka af sér og keyra stuðið í gang í venjulegum lopaklæðnaði þá er mikilvægt að passa upp á að drekka nóg af vatni,“ bætir hann við að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is