06. júlí. 2015 01:31
Þriðji flokkur karla í knattspyrnu hjá Knattspyrnufélaginu Fram tók þátt í Barcelona summer cup sem fram fór um liðna helgi. Gerðu bæði lið félagsins sér lítið fyrir og sigruðu sína riðla á mótinu. Tvö lið frá Fram kepptu, annað skipað leikmönnum sem fæddir eru 1999 og hitt þar sem fæðingarárið var 2000. Borgfirðingar áttu sitthvorn fulltrúann í liðinunum, þá Helga Guðjónsson og Rúnar Bergþórsson. Þeir hafa sótt reglulegar æfingar með Fram undanfarin ár þótt aka þurfi langa leið í hvert skipti og eru sannarlega að uppskera ávöxt þess með félögum sínum. Rúnar er frá Húsafelli en Helgi úr Reykholti. Helgi var langmarkahæsti maður mótsins, skoraði 15 mörk, um helmingi fleiri en sá sem skoraði næstflest.