08. júlí. 2015 08:01
"Ég hóf störf sem bæjarstjóri hér í Stykkishólmi þann 16. júní í fyrra. Áður hafði ég gegnt þessu starfi frá 1974 til 1991 en hætti á sínum tíma þegar ég tók sæti á Alþingi. Það var gaman að koma til starfa í þessu húsi sem í dag er ráðhús Stykkishólms. Eitt af mínum síðustu verkum sem bæjarstjóri fyrir 24 árum hafði verið að ganga frá kaupum bæjarins á því. Þetta var áður hús kaupfélagsins. Ég mætti þannig ýmsu sem ég kannaðist við frá fyrri árum. Undanfarnir tólf mánuðir hafa síðan verið mjög áhugaverður tími,“ segir Sturla Böðvarsson. Við hittum Sturlu á dögunum í skrifstofu hans í ráðhúsinu til að spjalla við hann um fyrsta ár kjörtímabilsins sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri.
Ítarlegt viðtal er við Sturlu í Skessuhorni sem kom út í dag. Þar er rætt um helstu verkefnin í Hólminum, ferðaþjónustuna, skipulagsmál og margt fleira.