Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2015 12:58

Stórsigur Víkinga á Fram

Leikmenn Víkings Ó. mættu Fram í tíundu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Ólsarar hafa leikið vel það sem af er tímabili og sátu fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar með 20 stig. Gestirnir úr Safamýrinni voru öllu neðar, eða í því níunda. Strax í upphafi leiks varð áhorfendum ljóst að ólík staða liðanna í deildinni var engin tilviljun. Víkingar byrjuðu mun betur og skoruðu mark strax á níundu mínútu en Alfreð Már Hjaltalín var dæmdur rangstæður. Eftir rétt tæplega hálftíma leik fengu Víkingar aukaspyrnu á hættulegum stað. Ingólfur Sigurðsson stillti boltanum upp og klíndi honum upp í samskeytin, óverjandi fyrir Cody Mizell í marki Framara. Leikurinn róaðist aðeins eftir að Víkingar komust yfir. Leikur Framara var hvorki jafn markviss né yfirvegaður og leikur heimamanna en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki áður en flautað var til hálfleiks.

Víkingar hófu síðari hálfleik af miklum krafti, sóttu þungt og uppskáru nokkur ákjósanleg marktækifæri. Það besta þeirra fékk Admir Kubat sem var einn og óvaldaður á vítateig Framara eftir hornspyrnu en skallaði boltann himinhátt yfir.

 

 

Mark lá í loftinu og eitthvað varð undan að láta. Á 75. mínútu gerði Cody í marki Framara mistök þegar hann spyrnti boltanum beint á Kenan Turudija sem þakkaði fyrir sig og skoraði auðveldlega. Innan við mínútu síðar tóku Framarar miðjuna. Leikmenn Víkings unnu boltann strax af þeim, Alfreð Már Hjaltalín stakk varnarmann Framara af og renndi boltanum á Ingólf sem skoraði. Á aðeins tveimur mínútum höfðu heimamenn aukið forystu sína úr einu marki í þrjú.

Eftir þriðja markið róuðu Víkingar leikinn og léku boltanum sín á milli. Þeir bættu þó við einu marki undir lok leiksins. Kristófer Eggertsson fékk þá sendingu inn fyrir vörn Framara og renndi boltanum á Brynjar sem kláraði færið örugglega. Lokatölur á Ólafsvíkurvelli 4-0, heimamönnum í vil.

 

Úrslitin þýða að Víkingar sitja sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, nú með 23 stig eftir tíu leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Þróttar R. og tveimur stigum betur en Fjarðabyggð, sem situr í þriðja sæti.

 

Í næsta leik mæta Víkingar einmitt Fjarðabyggð austur á Eskifirði laugardaginn 11. júlí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is